„Algjör synd ef þeir fengju stemninguna í byrjun ekki vestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 09:30 Það gæti skipt sköpum fyrir Vestra að komast sem fyrst á nýjan heimavöll sinn. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, segja nauðsynlegt fyrir Vestra, nýliðana í Bestu deild karla, að komast sem nýjan heimavöll sinn. Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Í beinni: Leicester - Man. City | Komast meistararnir á sigurbraut? Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Í beinni: Leicester - Man. City | Komast meistararnir á sigurbraut? Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira