Biðin að lengjast og skilyrðin þrengjast Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2024 21:07 Karen Kjartansdóttir fór út til Egyptalands ásamt Aski syni sínum á föstudag til að reyna að koma fjölskyldu ungs Palestínumanns yfir landamærin. Vísir/vilhelm Íslensk kona sem kom frá Egyptalandi í nótt segir að biðin eftir því að koma fólki yfir landamærin frá Gasa virðist vera að lengjast. Henni telst til að um 140 manns hafi hingað til komist yfir landamærin með hjálp Íslendinga og enn séu sjálfboðaliðar staddir úti. Karen Kjartansdóttir og fjölskylda hennar hafa síðustu misseri aðstoðað pilt frá Palestínu sem er hér á Íslandi en er ekki með samþykkta fjölskyldusameiningu. „En auðvitað í sömu þörf og aðrir að bjarga fjölskyldu sinni, hann er með móður, tvær systur og bróður á Gasa og þau hafa dvalið í Rafah undanfarið,“ segir Karen, sem kom frá Egyptalandi nú í nótt. Mo, ungi maðurinn sem Karen og fjölskylda hennar hafa tekið undir sinn verndarvæng, ræðir hér við móður sína, systur og bróður. Henni hafi borist til eyrna fyrir helgi að verið væri að þrengja skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að vera gjaldgengur á útgöngulista frá Gasa. Náinn ættingi þurfi nú að vera með í för til að fá fólk skráð. „Þannig að við ákváðum að stökkva til með þriggja klukkustunda fyrirvara ég og sonur minn af því að við vildum ná að hafa systur móður hans með okkur á skrifstofunni til að gæta þess að við fengjum þessa skráningu. Það hafðist á sunnudaginn.“ Vonir hafi staðið til að fjölskyldan sem þau aðstoða kæmist yfir landamærin eftir tvær vikur. En biðin er að lengjast, að sögn Karenar. Hún áréttar mikilvægi þess að hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa, eins og hópur Íslendinga hefur verið að gera síðustu vikur og mánuði. „Þá held ég að hafi tekist að koma hingað til um 140 manns, setja þau á útgöngulistann, með þessari aðferð og nú er verið að reyna að nýta alla þá peninga sem hafa safnast hingað til, til að aðstoða fólk sem best og hreinlega gera sem mest gagn í þessum málum,“ segir Karen. „Ég veit af [íslensku] fólki sem er nú í Egyptalandi og fékk fréttir í nótt að það væri verið að sprengja allt í kringum þær fjölskyldur sem það er að aðstoða,“ segir Karen Kjartansdóttir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Karen Kjartansdóttir og fjölskylda hennar hafa síðustu misseri aðstoðað pilt frá Palestínu sem er hér á Íslandi en er ekki með samþykkta fjölskyldusameiningu. „En auðvitað í sömu þörf og aðrir að bjarga fjölskyldu sinni, hann er með móður, tvær systur og bróður á Gasa og þau hafa dvalið í Rafah undanfarið,“ segir Karen, sem kom frá Egyptalandi nú í nótt. Mo, ungi maðurinn sem Karen og fjölskylda hennar hafa tekið undir sinn verndarvæng, ræðir hér við móður sína, systur og bróður. Henni hafi borist til eyrna fyrir helgi að verið væri að þrengja skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að vera gjaldgengur á útgöngulista frá Gasa. Náinn ættingi þurfi nú að vera með í för til að fá fólk skráð. „Þannig að við ákváðum að stökkva til með þriggja klukkustunda fyrirvara ég og sonur minn af því að við vildum ná að hafa systur móður hans með okkur á skrifstofunni til að gæta þess að við fengjum þessa skráningu. Það hafðist á sunnudaginn.“ Vonir hafi staðið til að fjölskyldan sem þau aðstoða kæmist yfir landamærin eftir tvær vikur. En biðin er að lengjast, að sögn Karenar. Hún áréttar mikilvægi þess að hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa, eins og hópur Íslendinga hefur verið að gera síðustu vikur og mánuði. „Þá held ég að hafi tekist að koma hingað til um 140 manns, setja þau á útgöngulistann, með þessari aðferð og nú er verið að reyna að nýta alla þá peninga sem hafa safnast hingað til, til að aðstoða fólk sem best og hreinlega gera sem mest gagn í þessum málum,“ segir Karen. „Ég veit af [íslensku] fólki sem er nú í Egyptalandi og fékk fréttir í nótt að það væri verið að sprengja allt í kringum þær fjölskyldur sem það er að aðstoða,“ segir Karen Kjartansdóttir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57