Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 09:57 Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur segir ferla í verðmætaflutningum séu almennt mjög góða. Vísir/Arnar/LRH „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. Eyþór ræddi um ránið sem var framið á mánudagsmorgun í Hamraborg í Kópavogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar rændu tveir menn töskum með tugum milljóna úr peningaflutningabíl sem innihélt hagnað úr spilakössum. Hann segir í raun að það sé með ólíkindum að rán sem þetta hafi ekki átt sér stað áður á Íslandi. Lögreglan lýsti á mánudag eftir bíl af gerðinni Toyota Yaris, en í gær kom í ljós að um var að ræða bifreiðina sem þjófarnir notuðu við verknaðinn. Þá birti lögreglan mynd af mönnunum í bílnum síðdegis í gær. „Þeir hafa væntanlega bara notað þessa Yaris-bifreið til að stinga af nokkurhundruð metra. Þar bíður önnur bifreið og jafnvel þriðja bifreið. Það er aldrei að vita.“ Hann segir að ferlar í verðmætaflutningum séu almennt mjög góðir og marglaga. Yfirleitt séu það bestu og reynslumestu starfsmenn öryggisfyrirtækjanna sem sjái um þá. Hann segir verðina yfirleitt tvo saman. Þeir séu ekki vopnaðir skotvopnum eða piparspreyi, en í hnífheldum vestum. „Ef það kemur vopnaður einstaklingur upp að verði með peninga, þá á hann náttúrulega bara að afhenda peninginn. Hann á bara að taka eftir og geta lýst viðkomandi og flóttaleið og geta gefið greinagóðar upplýsingar til lögreglu. Það á ekki að byrja nein slagsmál,“ segir Eyþór um verklag í verðmætaflutningum erlendis, en hann vill ekki gefa upp of mikið um hvernig það er á Íslandi. Aðspurður út í málið í Hamraborg þar sem bíllinn sem innihélt margar milljónir króna og var skilinn eftir mannlaus segir Eyþór að stundum sé það hluti af verklagi að báðir verðirnir fari inn og sæki verðmætin og skilji bílinn þá eftir mannlausan. Peningaflutningabíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kom fram að í töskunum hefðu verið litasprengjur, sem hafa það hlutverk að eyðileggja verðmæti reyni utanaðkomandi að komast í þau. „Í töskunni, í lokinu stundum, er búnaður með nokkrum grömmum af sprengiefni og blek,“ segir Eyþór, sem bætur við að það sé mismunandi hvernig litasprengurnar virki. „Ég man að ég var einhvern tímann að kaupa svona og þá lofaði fyrirtækið sem seldi okkur búnaðinn áttatíu prósent litun á hundrað prósent af seðlunum. Þeir verða fjólubláir eða bláir, og þá er ekki hægt að nota þá. Þá eiga öll fyrirtæki, stofnanir og bankar að neita að taka við svoleiðis peningum.“ Þjófnaðurinn í Hamraborg er ekki sá eini sem hefur verið til umfjöllunar á undanförnum dögum. Einnig hefur verið greint frá tveimur hraðbankaránum. Eyþóri þykir athyglisvert að þrjár „óvenjulegar fréttir“ sem þessar komi á álíka mörgum dögum. Eyþór segir að allir sem vinni í öryggisbransanum séu nú í kjölfar málsins að skoða verkferla sína. Hann býst þó ekki við umfangsmiklum breytingum á þeim. Hann segist bjartsýnn á að lögreglunni takist að góma mennina. Það sé mikilvægt að þeir gangi ekki lausir og takist að kveikja hugmyndir um svipað hjá öðrum. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eyþór ræddi um ránið sem var framið á mánudagsmorgun í Hamraborg í Kópavogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar rændu tveir menn töskum með tugum milljóna úr peningaflutningabíl sem innihélt hagnað úr spilakössum. Hann segir í raun að það sé með ólíkindum að rán sem þetta hafi ekki átt sér stað áður á Íslandi. Lögreglan lýsti á mánudag eftir bíl af gerðinni Toyota Yaris, en í gær kom í ljós að um var að ræða bifreiðina sem þjófarnir notuðu við verknaðinn. Þá birti lögreglan mynd af mönnunum í bílnum síðdegis í gær. „Þeir hafa væntanlega bara notað þessa Yaris-bifreið til að stinga af nokkurhundruð metra. Þar bíður önnur bifreið og jafnvel þriðja bifreið. Það er aldrei að vita.“ Hann segir að ferlar í verðmætaflutningum séu almennt mjög góðir og marglaga. Yfirleitt séu það bestu og reynslumestu starfsmenn öryggisfyrirtækjanna sem sjái um þá. Hann segir verðina yfirleitt tvo saman. Þeir séu ekki vopnaðir skotvopnum eða piparspreyi, en í hnífheldum vestum. „Ef það kemur vopnaður einstaklingur upp að verði með peninga, þá á hann náttúrulega bara að afhenda peninginn. Hann á bara að taka eftir og geta lýst viðkomandi og flóttaleið og geta gefið greinagóðar upplýsingar til lögreglu. Það á ekki að byrja nein slagsmál,“ segir Eyþór um verklag í verðmætaflutningum erlendis, en hann vill ekki gefa upp of mikið um hvernig það er á Íslandi. Aðspurður út í málið í Hamraborg þar sem bíllinn sem innihélt margar milljónir króna og var skilinn eftir mannlaus segir Eyþór að stundum sé það hluti af verklagi að báðir verðirnir fari inn og sæki verðmætin og skilji bílinn þá eftir mannlausan. Peningaflutningabíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kom fram að í töskunum hefðu verið litasprengjur, sem hafa það hlutverk að eyðileggja verðmæti reyni utanaðkomandi að komast í þau. „Í töskunni, í lokinu stundum, er búnaður með nokkrum grömmum af sprengiefni og blek,“ segir Eyþór, sem bætur við að það sé mismunandi hvernig litasprengurnar virki. „Ég man að ég var einhvern tímann að kaupa svona og þá lofaði fyrirtækið sem seldi okkur búnaðinn áttatíu prósent litun á hundrað prósent af seðlunum. Þeir verða fjólubláir eða bláir, og þá er ekki hægt að nota þá. Þá eiga öll fyrirtæki, stofnanir og bankar að neita að taka við svoleiðis peningum.“ Þjófnaðurinn í Hamraborg er ekki sá eini sem hefur verið til umfjöllunar á undanförnum dögum. Einnig hefur verið greint frá tveimur hraðbankaránum. Eyþóri þykir athyglisvert að þrjár „óvenjulegar fréttir“ sem þessar komi á álíka mörgum dögum. Eyþór segir að allir sem vinni í öryggisbransanum séu nú í kjölfar málsins að skoða verkferla sína. Hann býst þó ekki við umfangsmiklum breytingum á þeim. Hann segist bjartsýnn á að lögreglunni takist að góma mennina. Það sé mikilvægt að þeir gangi ekki lausir og takist að kveikja hugmyndir um svipað hjá öðrum.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41