Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann segir lítið hægt að bæta við það sem þegar hefur fram komið um málið. Rannsókn sé í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim.
Heimir vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Þá sé ekki vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Allt um staðsetningu þeirra sé aðeins getgátur á þessu stigi.
Þjófarnir stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna.