Körfubolti

NFL ætlar að taka jólin frá NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taylor Swift og jólasveinninn mættu bæði á leik Kansas City Chiefs og Las Vegas Raiders á síðasta jóladag og ekki spillti það fyrir áhorfinu.
Taylor Swift og jólasveinninn mættu bæði á leik Kansas City Chiefs og Las Vegas Raiders á síðasta jóladag og ekki spillti það fyrir áhorfinu. Getty/William Purnell

NFL-deildin pakkaði NBA-deildinni saman í sjónvarpsáhorfi á síðasta jóladegi og nú lítur út fyrir að NFL ætli sér hreinlega að eigna sér þennan dag.

NBA deildin í körfubolta hefur átt þennan dag næstum því skuldlaust undanfarna áratugi og það þykir mikill heiður fyrir liðin að spila á þeim degi enda þar spilar nær eingöngu aðeins skemmtileg og áhugaverð.

NBA hefur getað treyst á það að fá sviðsljósið á heimilum Bandaríkjanna á þessum mikla fjölskyldudegi en það gæti verið að breytast hratt.

Jólin duttu á helgi á síðasta ári og svo fór að þrír leikir fóru fram í NFL-deildinni 25. desember 2023 eða á sama tíma og fimm leikir í NBA-deildinni.

NFL-deildin fékk alls að meðaltali 28 milljónir manns til að horfa á sína leiki á meðan aðeins fimm milljónir horfðu á stærsta NBA leikinn sem var á milli Los Angeles Lakers og Boston Celtics. Heildarmeðaláhorf allra fimm NBA leikjanna náði ekki áhorfi á leik Las Vegas Raiders og Kansas City Chiefs.

Flestir héldu að þetta yrði nú bara einsdæmi en nýjustu fréttir úr herbúðum NFL er að það verði tveir leikir spilaðir á jóladegi í ár. Það þrátt fyrir að hann falli á miðvikudag, dag sem NFL-deildin spilar aldrei leiki á.

Í raun verður hægt að horfa á NFL-leik á næstum því hverjum einasta degi frá 19. desember til 1. janúar.

Það er því ljóst að NFL er á góðri leið með því að stela jóladegi af NBA. Hvort sem það var til heiðursmannasamkomulag eða ekki þá virðist það heyra sögunni til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×