Gló tilkynnti um lokun staðanna í auglýsingu á Facebook í dag. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa sem er eigandi Gló, staðfestir við Viðskiptablaðið að ákvörðunin um lokun hafi verið tekin í febrúar.
Gló hefur sérhæft sig í að bjóða upp á hollan kost í skyndibita og einbeita sér að lífrænum réttum.
Guðni Gunnarsson og Guðlaug Pétursdóttir stofnaðu Gló árið 2007 en fyrsti staðurinn var opnaður í Listhúsinu að Suðurlandsbraut. Sólveig Eiríksdóttir tók svo við rekstrinum eftir hrun ásamt þáverandi manni sínum Elíasi Guðmundssyni. Stöðunum fjölgaði og voru orðnir fjórir árið 2015. Meðal annars var staður á Klapparstíg í miðbæ Reykjavíkur.
Eigendaskipti veitingastaðarins eru rakin í umfjöllun Viðskiptablaðsins. Hjóni Birgir Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur keypti helmingshlut í Gló árið 2014 og stækkuðu svo hlut sinn samhliða útrás til Danmerkur. Þau eignuðust árið 2019 staðinn í heild sinni með því að kaupa Sólveigu út.
Skeljungur eignaðist allt hlutafé í Gló árið 2021. Skeljungur heyrir í dag undir fjárfestingafélagið Skel og meðal dótturfélaga er Heimkaup sem í dag er stærsti hluthafinn í Gló.