Samkvæmt frétt Reuters lýsti dómarinn sem dæmdi hana í fangelsi í dag því yfir að hún myndi hefja afplánun um leið og hún yrði framseld til Rússlands.
Saksóknarar höfðu farið fram á átta og hálfs árs dóm.
Shtein og kærasta hennar Mariia Alekhina flúðu frá Rússlandi árið 2022 og fengu sama ár íslenskan ríkisborgararétt. Shtein varð eftirlýst í fyrra á grunni laga um að bannað sé að segja ósatt um og vanvirða rússneska herinn. Lögin hafa verið notuð af yfirvöldum í Rússlandi til að berja niður aðgerðasinna í landinu.
Sjá einnig: Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara
Samkvæmt samtökum sem kallast OVD-Info og vakta mótmæli og slíkt í Rússlandi, hafa að minnsta kosti 19.855 manns verið handtekinn í Rússlandi fyrir einhverskonar mótmæli eða yfirlýsingar gegn innrásinni frá 24. febrúar 2022.
Fólk sem lögsótt er á grunni áðurnefnda laga á á hættu að vera dæmt í allt að tíu ára fangelsi.