Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður

Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Þó nokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Við ræðum við forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands sem er verulega brugðið en féð er úr spilakössum þeirra.

Ferðaþyrstir landsmenn þyrpast nú í ferðalög hvort sem það er innanlands sem utan. Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar við litum þar við í dag. Við heyrum í fólki á faraldsfæti og ræðum í beinni við lögregluþjón sem fylgist með umferðinni.

Þá heyrum við í Helgu Þórisdóttur sem bættist í dag í hóp forsetaframbjóðenda, verðum í beinni frá blúshátíð í Reykjavík og kíkjum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem páskaeggjaleit fór fram í dag.

Í Íslandi í dag hittir Vala Matt tískudrottninguna Lindu Björg Árnadóttur sem er að vinna að doktorsritgerð um muninn á fatatísku fyrir og eftir hrun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×