„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 11:45 Reynir segir mildi að ekki hafi farið verr. Það hafi verið konu fremst í bílaröðinni sem ökumennirnir reyndu að taka fram úr að þakka. Reynir Jónsson Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. „Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
„Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson
Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira