„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 11:45 Reynir segir mildi að ekki hafi farið verr. Það hafi verið konu fremst í bílaröðinni sem ökumennirnir reyndu að taka fram úr að þakka. Reynir Jónsson Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. „Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson
Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira