Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 13:32 Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur skrifaði bókina Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins árið 2021. Hún gagnrýnir harðlega meðferð alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu. Ísland standi hinum Norðurlöndunum langt að baki. Vísir Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira