Innlent

Full­kom­­­lega sáttur við á­kvörðun sína en úti­­­lokar ekkert

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðni segist sáttur við ákvörðun sína um að láta af embætti eftir að hafa verið átta ár á Bessastöðum. Hann vill þó ekki útiloka með öllu að það geti breyst.
Guðni segist sáttur við ákvörðun sína um að láta af embætti eftir að hafa verið átta ár á Bessastöðum. Hann vill þó ekki útiloka með öllu að það geti breyst. Vísir/Einar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sér hafi ekki snúist hugur um að láta af embætti í sumar. Hann vill þó ekki útiloka að það geti breyst, komi upp ófyrirsjáanlegar aðstæður.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðna við fyrirspurn fréttastofu, þar sem hann var spurður hvort eitthvað gæti fengið hann til að breyta ákvörðun sinni um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi embættissetu. Ákvörðunina tilkynnti hann í nýársávarpi sínu, en síðan þá hafa forsetaframbjóðendur sprottið upp líkt og aldrei fyrr. 

Í gær var stofnað til meðmælasöfnunar á Ísland.is, þar sem Guðni er hvattur til að gefa kost á sér til embættis í eitt kjörtímabil til viðbótar. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 400 manns skrifað undir. 

Guðni segir í svari við fyrirspurn fréttastofu af þessu tilefni, að sér hafi ekki snúist hugur um framboð.

„Ég er fullkomlega sáttur við mína ákvörðun um að láta gott heita eftir átta ár í embætti en tek aðspurður fram að ef einhverjar ófyrirsjáanlegar aðstæður komi fram sé varhugavert að útiloka allt það sem gæti hugsanlega gerst,“ segir í svari Guðna. 


Tengdar fréttir

Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti

Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×