Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2024 20:45 Frá fyrri leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Smáranum Vísir/Vilhelm Gunnarsson Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið tíu leiki í röð. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks, en heimamenn í Stjörnunni náðu þó ágætis tökum á leiknum eftir upphafsmínúturnar. Liðið náði mest fimm stiga forskoti í fyrsta leikhluta áður en Grindvíkingar vöknuðu til lífsins og breyttu stöðunni úr 16-12 í 16-22 með tíu stigum í röð. Heimamenn létu það þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu sjö stig gegn tveimur stigum gestanna það sem eftir lifði leikhlutans og staðan var því 23-24, Grindavík í vil, að honum loknum. Annar leikhluti fór svo nokkuð hægt af stað og báðum liðum gekk erfiðlega að koma stigum á töfluna. Stjörnumenn voru þó fyrri til að finna taktinn á ný og komu sér í sex stiga forskot þegar liðið skoraði sjö stig í röð. Körfubolti er þó leikur áhlaupa og Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna metin á ný. Eftir það skiptust liðin á að skora það sem eftir lifði hálfleiks og staðan var 48-49 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þriðji leikhluti einkenndist svo af því að mikið var flautað og leikurinn því lengi vel stopp. Hvorugt liðið virtist skilja upp né niður í sumum dómum, en þegar allt kemur til alls hallaði líklega á hvorugt liðið. Grindvíkingar náðu mest átta stiga forskoti í leikhlutanum, sem var mesti munur á liðunum sem hafði verið í leiknum, en heimamenn unnu sig aftur inn í leikinn og Ægir Þór Steinarsson sá til þess að Stjarnan fór með eins stigs forskot inn í lokaleikhlutann, staðan 69-68. Fjórði og síðasti leikhlutinn bauð svo bara upp á meira af því sama. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina og heimamenn náðu sex stiga forskoti í tvígang. Eins og í fyrstu þremur leikhlutunum varð munurinn á liðunum þó aldrei mikill og Grindvíkingar sneru taflinu við í bæði skiptin og þegar nákvæmlega mínúta var eftir var staðan jöfn, 89-89. Fjórði leikhluti var svo langt frá því að vera minna spennandi en hinir þrír sem áður höfðu komið. Áfram skiptust liðin á að skora og munurinn á liðunum varð enn sem áður aldrei meiri en sex stig. Stjörnumenn voru þó skrefinu framar stóran hluta leikhlutans og leiddu lengst af. Grindvíkingar unnu þó fljótt upp muninn fyrir lokasprettinn og staðan var jöfn, 89-89, þegar nákvæmlega mínúta var til leiksloka. Heimamenn settu niður tvö stig þegar 42 sekúndur voru eftir og það var ekki fyrr en að undir tíu sekúndur voru eftir á klukkunni að Grindvíkingar náðu loks að koma stigi á töfluna. Dedrick Basile setti þá niður eitt af tveimur vítum, en það varð að lokum seinasta karfa leiksins og Stjörnumenn fögnuðu eins stigs sigri, 91-90. Af hverju vann Stjarnan? Þessi leikur hefði getað endað hvorum megin sem er og er erfitt að segja til um hvað það nákvæmlega var sem skóp sigurinn. Þegar tölfræðin er skoðuð má sjá að Grindvíkingar voru með betri skotnýtingum fleiri fráköst og fleiri stoðsendingar, en seiglan í liði Stjörnunnar sá líklega til þess að Garðbæingar fögnuðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Orri Ágústsson átti flotta innkomu í lið Stjörnunnar og skilaði 19 stigum af bekknum. Hann var stigahæsti maður liðsins, en næstir komu þeir Ægir Þór Steinarsson og James Ellisor með 16 stig hvor. Í liði Grindavíkur var Dedrick Basile atkvæðamestur með 21 stig og tíu fráköst. Hvað gekk illa? Hvorugu liðinu gekk sérstaklega vel í að byggja upp forskot í leiknum. Körfubolti er vissulega leikur áhlaupa, en munurinn varð aldrei meiri en átta stig. Bæði lið virtust oft og tíðum kasta frá sér boltanum eftir góðan kafla þar sem það hafði byggt upp smá forskot. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarkeppninnar í Subway-deild karla fer fram næstkomandi fimmtudag þar sem Stjarnan tekur á móti Breiðabliki klukkan 19:15 og Grindavík sækir Hauka heim á sama tíma. Arnar: Verður skrýtið að fara héðan Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Fyrir leik talaði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, um það að þegar lið hefur verið á jafn langri sigurgöngu og Grindvíkingar voru á fyrir leik kvöldsins þá styttist alltaf í tapið. „Það mátti samt litlu muna. Þetta var spennandi í allt kvöld og góður körfuboltaleikur,“ sagði tiltölulega hógvær Arnar Guðjónsson í leikslok. „Þetta var mjög erfitt. Þeir eru með ótrúlega vel mannað lið og vel þjálfað lið. Það er erfitt að keppa við þá. Þannig að ég bara feginn að við eigum möguleika í þá.“ Eftir sigurinn eiga Stjörnumenn enn möguleika á sæti í úrslitakeppni, en þó þarf ýmislegt að ganga upp fyrir Arnar og hans menn í lokaumferðinni. „Góðu og ekki góðu lífi. Ég veit ekki einu sinni hvernig leikirnir fóru í kvöld og við þurfum að treysta á að það gerist eitthvað okkur í hag, en númer eitt, tvö og þrjú þurfum við að klára okkar á móti Blikum.“ Eins og áður hefur verið greint frá hér á Vísi er þetta seinasta tímabil Arnars með Stjörnunni. Hann og leikmenn liðsins vilja því enda þetta tímabil á jákvæðum nótum. „Það verður skrýtið að fara héðan. Ég er búinn að vera hérna lengi og ég hugsa að enginn þjálfari á Íslandi nema Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] sé búinn að vera lengur með sama félag. En það er nú kannski ekkert að marka það, hálf fjölskyldan hans er í stjórn og hann getur fallið eins og hann vill án þess að vera rekinn,“ grínaðist Arnar. „Nei ég segi nú bara svona, hann er að gera mjög vel fyrir austan. En ég held að ég sé með næst lengsta tímann í þessu með sama félagi.“ Júlíus: Undarlegt í lokin en mjög sætt að vinna þetta Júlíus Orri Ágústsson gerði 19 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét „Þetta er bar mjög sætt. Þetta var undarlegt hérna í lokin en mjög sætt að vinna þetta og eiga þá séns á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn. Þá segir hann mikilvægt að kveðja þjálfarann á jákvæðan hátt með því að gera allt sem í valdi liðsins stendur til að komast í umrædda úrslitakeppni. „Við verðum að gera það. Kveðja hann á jákvæðum nótum og reyna að vinna þennan Blikaleik.“ Sjálfur segist Júlíus vera ánægður með sína frammistöðu í leik kvöldsins, en hann skilaði 19 stigum af bekknum. „Mér fannst hún bara fín. Ég náði að hitta eitthvað í seinni hálfleik og gerði bara ágætlega varnarlega fannst mér. Þannig ég er bara sáttur.“ Hann segist þó ekki geta rakið þá atburðarrás sem átti sér stað undir lok leiks, sem hann sagði sjálfur að hafi verið „undarleg.“ „Það var bara spenna held ég. Ég veit ekki alveg hvað gerðist. En þetta var gott fyrir okkur þannig ég er bara sáttur,“ sagði Júlíus að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Grindavík
Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið tíu leiki í röð. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks, en heimamenn í Stjörnunni náðu þó ágætis tökum á leiknum eftir upphafsmínúturnar. Liðið náði mest fimm stiga forskoti í fyrsta leikhluta áður en Grindvíkingar vöknuðu til lífsins og breyttu stöðunni úr 16-12 í 16-22 með tíu stigum í röð. Heimamenn létu það þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu sjö stig gegn tveimur stigum gestanna það sem eftir lifði leikhlutans og staðan var því 23-24, Grindavík í vil, að honum loknum. Annar leikhluti fór svo nokkuð hægt af stað og báðum liðum gekk erfiðlega að koma stigum á töfluna. Stjörnumenn voru þó fyrri til að finna taktinn á ný og komu sér í sex stiga forskot þegar liðið skoraði sjö stig í röð. Körfubolti er þó leikur áhlaupa og Grindvíkingar voru ekki lengi að jafna metin á ný. Eftir það skiptust liðin á að skora það sem eftir lifði hálfleiks og staðan var 48-49 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þriðji leikhluti einkenndist svo af því að mikið var flautað og leikurinn því lengi vel stopp. Hvorugt liðið virtist skilja upp né niður í sumum dómum, en þegar allt kemur til alls hallaði líklega á hvorugt liðið. Grindvíkingar náðu mest átta stiga forskoti í leikhlutanum, sem var mesti munur á liðunum sem hafði verið í leiknum, en heimamenn unnu sig aftur inn í leikinn og Ægir Þór Steinarsson sá til þess að Stjarnan fór með eins stigs forskot inn í lokaleikhlutann, staðan 69-68. Fjórði og síðasti leikhlutinn bauð svo bara upp á meira af því sama. Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina og heimamenn náðu sex stiga forskoti í tvígang. Eins og í fyrstu þremur leikhlutunum varð munurinn á liðunum þó aldrei mikill og Grindvíkingar sneru taflinu við í bæði skiptin og þegar nákvæmlega mínúta var eftir var staðan jöfn, 89-89. Fjórði leikhluti var svo langt frá því að vera minna spennandi en hinir þrír sem áður höfðu komið. Áfram skiptust liðin á að skora og munurinn á liðunum varð enn sem áður aldrei meiri en sex stig. Stjörnumenn voru þó skrefinu framar stóran hluta leikhlutans og leiddu lengst af. Grindvíkingar unnu þó fljótt upp muninn fyrir lokasprettinn og staðan var jöfn, 89-89, þegar nákvæmlega mínúta var til leiksloka. Heimamenn settu niður tvö stig þegar 42 sekúndur voru eftir og það var ekki fyrr en að undir tíu sekúndur voru eftir á klukkunni að Grindvíkingar náðu loks að koma stigi á töfluna. Dedrick Basile setti þá niður eitt af tveimur vítum, en það varð að lokum seinasta karfa leiksins og Stjörnumenn fögnuðu eins stigs sigri, 91-90. Af hverju vann Stjarnan? Þessi leikur hefði getað endað hvorum megin sem er og er erfitt að segja til um hvað það nákvæmlega var sem skóp sigurinn. Þegar tölfræðin er skoðuð má sjá að Grindvíkingar voru með betri skotnýtingum fleiri fráköst og fleiri stoðsendingar, en seiglan í liði Stjörnunnar sá líklega til þess að Garðbæingar fögnuðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Orri Ágústsson átti flotta innkomu í lið Stjörnunnar og skilaði 19 stigum af bekknum. Hann var stigahæsti maður liðsins, en næstir komu þeir Ægir Þór Steinarsson og James Ellisor með 16 stig hvor. Í liði Grindavíkur var Dedrick Basile atkvæðamestur með 21 stig og tíu fráköst. Hvað gekk illa? Hvorugu liðinu gekk sérstaklega vel í að byggja upp forskot í leiknum. Körfubolti er vissulega leikur áhlaupa, en munurinn varð aldrei meiri en átta stig. Bæði lið virtust oft og tíðum kasta frá sér boltanum eftir góðan kafla þar sem það hafði byggt upp smá forskot. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarkeppninnar í Subway-deild karla fer fram næstkomandi fimmtudag þar sem Stjarnan tekur á móti Breiðabliki klukkan 19:15 og Grindavík sækir Hauka heim á sama tíma. Arnar: Verður skrýtið að fara héðan Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Fyrir leik talaði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, um það að þegar lið hefur verið á jafn langri sigurgöngu og Grindvíkingar voru á fyrir leik kvöldsins þá styttist alltaf í tapið. „Það mátti samt litlu muna. Þetta var spennandi í allt kvöld og góður körfuboltaleikur,“ sagði tiltölulega hógvær Arnar Guðjónsson í leikslok. „Þetta var mjög erfitt. Þeir eru með ótrúlega vel mannað lið og vel þjálfað lið. Það er erfitt að keppa við þá. Þannig að ég bara feginn að við eigum möguleika í þá.“ Eftir sigurinn eiga Stjörnumenn enn möguleika á sæti í úrslitakeppni, en þó þarf ýmislegt að ganga upp fyrir Arnar og hans menn í lokaumferðinni. „Góðu og ekki góðu lífi. Ég veit ekki einu sinni hvernig leikirnir fóru í kvöld og við þurfum að treysta á að það gerist eitthvað okkur í hag, en númer eitt, tvö og þrjú þurfum við að klára okkar á móti Blikum.“ Eins og áður hefur verið greint frá hér á Vísi er þetta seinasta tímabil Arnars með Stjörnunni. Hann og leikmenn liðsins vilja því enda þetta tímabil á jákvæðum nótum. „Það verður skrýtið að fara héðan. Ég er búinn að vera hérna lengi og ég hugsa að enginn þjálfari á Íslandi nema Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] sé búinn að vera lengur með sama félag. En það er nú kannski ekkert að marka það, hálf fjölskyldan hans er í stjórn og hann getur fallið eins og hann vill án þess að vera rekinn,“ grínaðist Arnar. „Nei ég segi nú bara svona, hann er að gera mjög vel fyrir austan. En ég held að ég sé með næst lengsta tímann í þessu með sama félagi.“ Júlíus: Undarlegt í lokin en mjög sætt að vinna þetta Júlíus Orri Ágústsson gerði 19 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét „Þetta er bar mjög sætt. Þetta var undarlegt hérna í lokin en mjög sætt að vinna þetta og eiga þá séns á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn. Þá segir hann mikilvægt að kveðja þjálfarann á jákvæðan hátt með því að gera allt sem í valdi liðsins stendur til að komast í umrædda úrslitakeppni. „Við verðum að gera það. Kveðja hann á jákvæðum nótum og reyna að vinna þennan Blikaleik.“ Sjálfur segist Júlíus vera ánægður með sína frammistöðu í leik kvöldsins, en hann skilaði 19 stigum af bekknum. „Mér fannst hún bara fín. Ég náði að hitta eitthvað í seinni hálfleik og gerði bara ágætlega varnarlega fannst mér. Þannig ég er bara sáttur.“ Hann segist þó ekki geta rakið þá atburðarrás sem átti sér stað undir lok leiks, sem hann sagði sjálfur að hafi verið „undarleg.“ „Það var bara spenna held ég. Ég veit ekki alveg hvað gerðist. En þetta var gott fyrir okkur þannig ég er bara sáttur,“ sagði Júlíus að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum