Ísland að tapa í slagnum um ferðamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 16:01 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir neikvæð teikn á lofti í ferðaþjónustu. Vísir Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum. Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira