Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar. Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði norður af Bretlandseyjum beina til okkar hægt vaxandi norðaustanátt, víða 10-18 m/s síðdegis.
Él á Norður- og Austurlandi og vægt frost, en yfirleitt þurrt og bjart um landið sunnanvert með hita að 5 stigum yfir daginn. Í kvöld bætir í vind undir Vatnajökli og þar má búast við hvössum vindstrengjum í nótt og fram eftir degi á morgun. Annars er litlar breytingar að sjá til morguns.
Spáð er allhvassri norðanátt á Páskadag og snjókoma eða él um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnanlands. Frost 0 til 8 stig.
Veðurhorfur næstu daga
Á laugardag:
Norðaustlæg átt, víða 10-18 m/s. Él norðan- og austanlands, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Vægt frost, en frostlaust sunnantil yfir hádaginn.
Á sunnudag:
Norðaustan 13-18 og snjókoma eða él, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Bætir heldur í vind síðdegis. Frost 0 til 8 stig.
Á mánudag:
Norðaustan 13-20 og él, en yfirleitt þurrt sunnanlands. Dregur úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum. Frost 0 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg átt og dálítil él norðan- og vestantil, annars þurrt að kalla. Hlýnar lítillega.
Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og stöku él.