Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 09:43 Vöruflutningaskipinu The Dali var siglt á brúna Scott Key Bridge í borginni Baltimore í Maryland aðfaranótt þriðjudags. AP Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira