Blendnar tilfinningar á frumsýningu Oppenheimer í Japan Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 10:58 Myndin var frumsýnd í Tokyo í dag. AP Stórmyndin Oppenheimer var frumsýnd í Japan í dag, rúmum átta mánuðum eftir að hún var heimsfrumsýnd. Skiptar skoðanir eru meðal japanskra bíógesta á myndinni. Oppenheimer fjallar, eins og frægt er orðið, um samnefndan eðlisfræðing sem kom að þróun fyrstu kjarnorkuvopnanna, sem notast var við í kjarnorkuárásunum í Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni. Sprengingin ekki sýnd Fréttaveitan Associated Press ræddi við mann sem lifði kjarnorkuárásina af og hafði lagt sér leið í bíó. Toshiyuki Mimaki var þriggja ára gamall þegar árásirnar voru gerðar og situr nú í stjórn bandalags Japana sem lifðu af sprengingarnar tvær. Í samtali við blaðamann AP sagðist hann hrifinn af sögunni um Robert J. Oppenheimer, sem hefur verið kallaður faðir kjarnorkusprengjunnar. „Hvað voru Japanarnir að hugsa, að gera þessa árás á Pearl Harbor og byrja þar með stríð sem þeir áttu aldrei tækifæri á að sigra,“ segir Mimaki. Hann segir frá því að hafa séð myndina á forsýningu, og beðið eftir atriðinu þegar Hiroshima var sprengd, sem kom síðan aldrei. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir að bíómyndin snúist að miklu leyti um árásirnar tvær fjallar hún að mestu leyti um Oppenheimer sjálfan og persónuleg vandamál hans. Takashi Hiraoka, fyrrverandi borgarstjóri Hiroshima, flutti ræðu á forsýningunni þar sem hann gagnrýndi myndina og það sem kom fram í henni, eða ekki. „Frá sjónarhorni Hiroshima var sá hryllingur sem þessi kjarnorkuvopn höfðu í för með sér ekki sýndur nægilega vel,“ höfðu japanskir miðlar eftir honum. „Myndin var gerð til þess að staðfesta þá niðurstöðu að kjarnorkusprengjan hafi verið notuð til að bjarga lífum Bandaríkjamanna,“ bætti hann við. AP náði tali af tveimur öðrum bíógestum sem gáfu myndinni mikið lof. Einn þeirra sagði myndina frábæra, enda mikið áhugaefni Japana þrátt fyrir að vera í leiðinni viðkvæmt málefni fyrir marga. Annar sagðist agndofa yfir atriðunum sem fjalla um innri óróa Oppenheimer. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Japan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Oppenheimer fjallar, eins og frægt er orðið, um samnefndan eðlisfræðing sem kom að þróun fyrstu kjarnorkuvopnanna, sem notast var við í kjarnorkuárásunum í Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni. Sprengingin ekki sýnd Fréttaveitan Associated Press ræddi við mann sem lifði kjarnorkuárásina af og hafði lagt sér leið í bíó. Toshiyuki Mimaki var þriggja ára gamall þegar árásirnar voru gerðar og situr nú í stjórn bandalags Japana sem lifðu af sprengingarnar tvær. Í samtali við blaðamann AP sagðist hann hrifinn af sögunni um Robert J. Oppenheimer, sem hefur verið kallaður faðir kjarnorkusprengjunnar. „Hvað voru Japanarnir að hugsa, að gera þessa árás á Pearl Harbor og byrja þar með stríð sem þeir áttu aldrei tækifæri á að sigra,“ segir Mimaki. Hann segir frá því að hafa séð myndina á forsýningu, og beðið eftir atriðinu þegar Hiroshima var sprengd, sem kom síðan aldrei. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir að bíómyndin snúist að miklu leyti um árásirnar tvær fjallar hún að mestu leyti um Oppenheimer sjálfan og persónuleg vandamál hans. Takashi Hiraoka, fyrrverandi borgarstjóri Hiroshima, flutti ræðu á forsýningunni þar sem hann gagnrýndi myndina og það sem kom fram í henni, eða ekki. „Frá sjónarhorni Hiroshima var sá hryllingur sem þessi kjarnorkuvopn höfðu í för með sér ekki sýndur nægilega vel,“ höfðu japanskir miðlar eftir honum. „Myndin var gerð til þess að staðfesta þá niðurstöðu að kjarnorkusprengjan hafi verið notuð til að bjarga lífum Bandaríkjamanna,“ bætti hann við. AP náði tali af tveimur öðrum bíógestum sem gáfu myndinni mikið lof. Einn þeirra sagði myndina frábæra, enda mikið áhugaefni Japana þrátt fyrir að vera í leiðinni viðkvæmt málefni fyrir marga. Annar sagðist agndofa yfir atriðunum sem fjalla um innri óróa Oppenheimer.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Japan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07
Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52