Sætin sem liðin geta tryggt sér í lokaumferð Subway deildar karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 10:31 Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar í Tindastólsliðinu þurfa bæði að vinna sinn leik sem og treysta á úrslit úr öðrum leikjum. Vísir/Hulda Margrét Subway deild karla í körfubolta hefur líklegast aldrei verið jafnari eða meira spennandi. Það sést vel á því hvað mikið getur breyst í töflunni í lokaleik liðanna á fimmtudagskvöldið kemur. Nú er bara ein umferð eftir í deildinni en það eru bara þrjú sæti klár. Valsmenn eru deildarmeistarar og Breiðablik og Hamar eru fallin. Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um heimavallarréttinn og um leið um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Suðurnesjaliðin geta öll náð öðru sætinu en þau geta líka öll þrjú endað í fjórða eða fimmta sætinu. Þórsarar úr Þorlákshöfn eru tölfræðilega í sömu stöðu en það þarf svo mikið að gerast til að þeir nái öðru eða þriðja sætinu að það getur seint talist raunhæf niðurstaða. Klippa: Má bjóða ykkur höfuðverkjatöflur? Það er aftur á móti líklegt að úrslitin í lokaumferðinni kalli á miklar sviptingar í töflunni eftir lokaumferðina. Sigur Keflavíkur á nágrönnum sínum í Njarðvík þýðir að Keflvíkingar þurfa bara að treysta á sjálfa sig til að ná öðru sætinu. Keflvíkingar eru aftur á móti í verstu stöðunni ef liðið endar með jafnmörg stig og Grindavík og Þór. Keflavík er 1-3 í þeirri baráttu og myndi því enda neðsta af þeim þremur. Það myndi þýða fimmta sæti og ekki heimvallarrétt í átta liða úrslitunum. Njarðvíkingar þurfa bæði að treysta á sig sem og að Keflavík tapi sínum leik. Njarðvíkingar eru þó öruggir með heimavallarréttinn ólíkt við Keflvíkinga. Frábær árangur í tveimur leikjum á móti Þór (2-0, +37) tryggir það að þeir verða alltaf meðal fjögurra efstu. Grindvíkingar eru líka í ágætri stöðu um að hækka sig í töflunni en það kemur til að þeir standa svo vel í innbyrðis leikjum við liðin í kringum sig. Grindavík er 2-0 á móti bæði Njarðvík og Þór. Þeir eru undir á móti Keflavík og því þurfa Grindvíkingar á "hjálp" frá Njarðvík og Þór til að koma sér upp fyrir Keflvíkinga. Grindvíkingar hækka sig ef Njarðvík og Þór enda með jafnmörg stig og þeir og Keflvíkingar. Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Vísir/Hulda Margrét Það er einnig mikil barátta um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Tap Tindastóls á Egilsstöðum tryggði ekki aðeins Hetti sæti í úrslitakeppninni heldur þýðir það einnig að Íslandsmeistararnir af Króknum geta ekki treyst á sjálfan sig í lokaumferðinni. Tindastóll þarf annað hvort að treysta á það að ná betri úrslitum en Stjarnan eða að Höttur endi með jafnmörg stig og þeir og Stjarnan. Endi Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá enda Garðbæingar ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum liðanna. Þar sem Tindastóll og Stjarnan mæta neðstu liðunum í lokaumferðinni eru mestar líkur á því að úrslitin úr leik Álftanes og Hattar ráði því hvort þeirra endar ofar. Tapi Höttur þeim leik og hin tvö vinna, þá enda þau öll jöfn. Tindastóll kemur best út í innbyrðis leikjum allra liðanna þriggja en Stjarnan verst. Hér fyrir neðan má sjá alla möguleikana fyrir liðin í deildinni eftir einstökum úrslitum í lokaumferðinni. Sætin sem liðin geta lent í eftir lokaumferðina: Valur: 1. sæti Keflavík: 2. til 5. sæti Njarðvík: 2. til 4. sæti Grindavík: 2. til 5. sæti Þór Þorl.: 4. til 5. sæti (+ 2. og 3. sæti en er mjög óraunhæft) Álftanes: 6. til 7. sæti Höttur: 6. til 8. sæti Tindastóll: 7. til 9. sæti Stjarnan: 8. til 9. sæti Hauka: 10. sæti Breiðablik: 11. sæti Hamar: 12. sæti Sætin sem liðin geta endaði í eftir lokaumferðina: Valur verður í 1. sæti Keflavík 2. sæti: Vinnur Þór 3. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur 4. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 5. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Njarðvík 2. sæti: Vinnur Val og Keflavík tapar 3. sæti: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík 2. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík 3. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík 4. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík 5. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl. 2. sæti : Vinnur Keflavík með 40 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 3. sæti: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 4. sæti: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur 5. sæti: Tapar fyrir Keflavík Álftanes 6. sæti: Vinnur Hött 7. sæti: Tapar fyrir Hetti Höttur 6. sæti: Vinnur Álftanes 7. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar 8. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll 7. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar 8. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan tapar og Höttur vinnur 9. sæti: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan 8. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur 8. sæti: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar 9. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar 9. sæti: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Haukar verða í 10. sæti Breiðablik verður í 11. sæti Hamar verður í 12. sæti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Nú er bara ein umferð eftir í deildinni en það eru bara þrjú sæti klár. Valsmenn eru deildarmeistarar og Breiðablik og Hamar eru fallin. Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um heimavallarréttinn og um leið um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Suðurnesjaliðin geta öll náð öðru sætinu en þau geta líka öll þrjú endað í fjórða eða fimmta sætinu. Þórsarar úr Þorlákshöfn eru tölfræðilega í sömu stöðu en það þarf svo mikið að gerast til að þeir nái öðru eða þriðja sætinu að það getur seint talist raunhæf niðurstaða. Klippa: Má bjóða ykkur höfuðverkjatöflur? Það er aftur á móti líklegt að úrslitin í lokaumferðinni kalli á miklar sviptingar í töflunni eftir lokaumferðina. Sigur Keflavíkur á nágrönnum sínum í Njarðvík þýðir að Keflvíkingar þurfa bara að treysta á sjálfa sig til að ná öðru sætinu. Keflvíkingar eru aftur á móti í verstu stöðunni ef liðið endar með jafnmörg stig og Grindavík og Þór. Keflavík er 1-3 í þeirri baráttu og myndi því enda neðsta af þeim þremur. Það myndi þýða fimmta sæti og ekki heimvallarrétt í átta liða úrslitunum. Njarðvíkingar þurfa bæði að treysta á sig sem og að Keflavík tapi sínum leik. Njarðvíkingar eru þó öruggir með heimavallarréttinn ólíkt við Keflvíkinga. Frábær árangur í tveimur leikjum á móti Þór (2-0, +37) tryggir það að þeir verða alltaf meðal fjögurra efstu. Grindvíkingar eru líka í ágætri stöðu um að hækka sig í töflunni en það kemur til að þeir standa svo vel í innbyrðis leikjum við liðin í kringum sig. Grindavík er 2-0 á móti bæði Njarðvík og Þór. Þeir eru undir á móti Keflavík og því þurfa Grindvíkingar á "hjálp" frá Njarðvík og Þór til að koma sér upp fyrir Keflvíkinga. Grindvíkingar hækka sig ef Njarðvík og Þór enda með jafnmörg stig og þeir og Keflvíkingar. Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Vísir/Hulda Margrét Það er einnig mikil barátta um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Tap Tindastóls á Egilsstöðum tryggði ekki aðeins Hetti sæti í úrslitakeppninni heldur þýðir það einnig að Íslandsmeistararnir af Króknum geta ekki treyst á sjálfan sig í lokaumferðinni. Tindastóll þarf annað hvort að treysta á það að ná betri úrslitum en Stjarnan eða að Höttur endi með jafnmörg stig og þeir og Stjarnan. Endi Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum þá enda Garðbæingar ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum liðanna. Þar sem Tindastóll og Stjarnan mæta neðstu liðunum í lokaumferðinni eru mestar líkur á því að úrslitin úr leik Álftanes og Hattar ráði því hvort þeirra endar ofar. Tapi Höttur þeim leik og hin tvö vinna, þá enda þau öll jöfn. Tindastóll kemur best út í innbyrðis leikjum allra liðanna þriggja en Stjarnan verst. Hér fyrir neðan má sjá alla möguleikana fyrir liðin í deildinni eftir einstökum úrslitum í lokaumferðinni. Sætin sem liðin geta lent í eftir lokaumferðina: Valur: 1. sæti Keflavík: 2. til 5. sæti Njarðvík: 2. til 4. sæti Grindavík: 2. til 5. sæti Þór Þorl.: 4. til 5. sæti (+ 2. og 3. sæti en er mjög óraunhæft) Álftanes: 6. til 7. sæti Höttur: 6. til 8. sæti Tindastóll: 7. til 9. sæti Stjarnan: 8. til 9. sæti Hauka: 10. sæti Breiðablik: 11. sæti Hamar: 12. sæti Sætin sem liðin geta endaði í eftir lokaumferðina: Valur verður í 1. sæti Keflavík 2. sæti: Vinnur Þór 3. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur 4. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 5. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Njarðvík 2. sæti: Vinnur Val og Keflavík tapar 3. sæti: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík 2. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík 3. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík 4. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík 5. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl. 2. sæti : Vinnur Keflavík með 40 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 3. sæti: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 4. sæti: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur 5. sæti: Tapar fyrir Keflavík Álftanes 6. sæti: Vinnur Hött 7. sæti: Tapar fyrir Hetti Höttur 6. sæti: Vinnur Álftanes 7. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar 8. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll 7. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar 8. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan tapar og Höttur vinnur 9. sæti: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan 8. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur 8. sæti: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar 9. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar 9. sæti: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Haukar verða í 10. sæti Breiðablik verður í 11. sæti Hamar verður í 12. sæti
Sætin sem liðin geta lent í eftir lokaumferðina: Valur: 1. sæti Keflavík: 2. til 5. sæti Njarðvík: 2. til 4. sæti Grindavík: 2. til 5. sæti Þór Þorl.: 4. til 5. sæti (+ 2. og 3. sæti en er mjög óraunhæft) Álftanes: 6. til 7. sæti Höttur: 6. til 8. sæti Tindastóll: 7. til 9. sæti Stjarnan: 8. til 9. sæti Hauka: 10. sæti Breiðablik: 11. sæti Hamar: 12. sæti
Sætin sem liðin geta endaði í eftir lokaumferðina: Valur verður í 1. sæti Keflavík 2. sæti: Vinnur Þór 3. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík tapar og Grindavík vinnur 4. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Þór með 35 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 5. sæti: Tap fyrir Þór, Njarðvík vinnur Val og Grindavík vinnur Njarðvík 2. sæti: Vinnur Val og Keflavík tapar 3. sæti: Tap fyrir Val, Keflavík vinnur og Grindavík tapar 4. sæti: Tap fyrir Val, Grindavík vinnur og Keflavík vinnur Grindavík 2. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík tapar, Þór vinnur Keflavík 3. sæti: Vinnur Hauka, Njarðvík vinnur, Þór vinnur Keflavík 4. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór tapar fyrir Keflavík 5. sæti: Tap fyrir Haukum, Þór vinnur Keflavík Þór Þorl. 2. sæti : Vinnur Keflavík með 40 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 3. sæti: Vinnur Keflavík með 35-39 stigum, Njarðvík tapar og Grindavík tapar 4. sæti: Vinnur Keflavík, Grindavík vinnur og Njarðvík vinnur 5. sæti: Tapar fyrir Keflavík Álftanes 6. sæti: Vinnur Hött 7. sæti: Tapar fyrir Hetti Höttur 6. sæti: Vinnur Álftanes 7. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og Tindastóll tapar 8. sæti: Tapar fyrir Álftanesi og bæði Tindastóll og Stjarnan vinna Tindastóll 7. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan vinnur og Höttur tapar 8. sæti: Vinnur Hamar, Stjarnan tapar og Höttur vinnur 9. sæti: Höttur vinnur og sömu úrslit hjá Stjörnunni og Tindastól Stjarnan 8. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur og Höttur vinnur 8. sæti: Tapar fyrir Breiðabliki og Tindastól tapar 9. sæti: Vinnur Breiðablik, Tindastóll vinnur en Höttur tapar 9. sæti: Tapar á móti Breiðabliki, Tindastóll vinnur Haukar verða í 10. sæti Breiðablik verður í 11. sæti Hamar verður í 12. sæti
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira