Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2024 12:01 Fátt bendir til þess núna að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Sjá meira
Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Sjá meira
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47
Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07