Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 08:10 Swift er fyrst til að ná inn á listann vegna tekna af tónlist og engu öðru. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira