Blue Lights: Fljúgandi start Heiðar Sumarliðason skrifar 6. apríl 2024 11:40 Nýliðarnir í Blue Lights Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni. Í fyrsta þætti Bláu ljósanna kynnumst við nokkrum nýliðum lögreglunnar í samnefndri borg í Norður Írlandi. Þau eiga að sjálfsögðu öll fullt í fangi með þennan nýja starfsferil sinn, öll á sinn máta. Tommy Foster á lítið erindi í lögreglumannsstarfið. Inn í söguna blandast svo yfirmenn og annað reyndara lögreglufólk, sem lóðsar nýliðana um varasamar götur Belfastborgar. Fljúgandi start Þáttaröðin byrjar af ótrúlegum krafti og varð mér helst hugsað til gósentíðar lögregluþáttaraða á 10. áratugi síðustu aldar þegar Stöð 2 sýndi okkur þætti á borð við NYPD Blue og Homicide: Life on the Streets, þætti sem Kaninn lýsti sem „gritty.“ Þar var ekkert dregið undan, blót, blóð og rassar, og lögreglufólkið oft jafn gallað og glæpamennirnir sjálfir. Bayliss og Pembleton voru engir aukvissar og tókust á grimmar götur Baltimore borgar í Homicide: Life on the Streets. Sennilega er helsti munurinn á bláliðum Belfast og svo persóna fyrrnefndra þáttaraða, hve mikill fókus fer á nýliðana hér. Þetta er mjög gáfulegt upplegg hjá höfundum þáttaraðarinnar, þeim Declan Lawn and Adam Patterson, sem fyrir nokkrum misserum gerðu hina ágætu The Salisbury Poisonings. Að setja persónur í kringumstæður sem þær ráða illa við og berja svo á þeim, er góð dramatúrgía og vél sem skapar sífellda dýnamík og dramatík. Framan af virkar þetta einstaklega vel og skil ég vel að sjónvarpsrýnir Guardian Rebecca Nicholson hafi gefið fyrsta þætti Blue Light fullt hús og klingt út með: It leaves so many tantalising threads just waiting to unravel. What’s real, and what is a setup? What counts as courage, and what is plain stupidity? By the end of the first episode, I’m engrossed. Fyrsti þáttur gefur þvílíkt fljúgandi start að ég hugsaði með mér að hér væri komin besta lögregluþáttaröð síðari ára. Næstu þættir halda dampi reglulega vel, framvindan spennandi og trúverðug. Það byrjar þó eilítið að molna undan trúverðugleikanum þegar fer að hilla undir endinn. Ákvarðanir sumra persóna verða skyndilega handahófskenndari og hefði þurft að undirbyggja gjörðir þeirra enn betur. Fyrrnefnd Rebecca af Guardian á í raun kollgátuna þegar hún spyr: What counts as courage, and what is plain stupidity? Því ég spurði mig þess sama þegar kom að dramatískum hápunkti sjötta þáttar, þar sem einn lögreglumannanna veður inn í aðstæður sem hann ætti alls ekki að koma sér í, á stað sem yfirboðarar hans hafa ítrekað bannað honum að fara á: Er maðurinn heimskur? Það hefði verið heil brú í þessari framvindu ef um einn af óreyndari lögreglumönnunum væri að ræða, en svo er ekki. Ráða illa við að lenda þáttaröðum Þetta þarf e.t.v. ekki að koma á óvart, því í dómi mínum um The Salisbury Poisonings, eftir sömu höfunda, sló ég einmitt botninn í hann með því að segja: Niðurlagið á sögu persónanna þriggja er eilítið klunnalegt. Það er einmitt orð sem má nota um meginatburðarás lokaþáttar Bláu ljósanna í Belfast; hún er klunnaleg. Það er auðvitað ótrúlega flókið verk að rita sex þátta seríu þar sem mörgum persónum þarf að gera skil, og allar þurfa þær að hafa sína örk sem verður að vera trúverðug. Það breytir því ekki að ég keypti ekki þessa svakalegu óvirðingu reynds lögreglumanns við ítrekaðar tilskipanir yfirboðara sinna. Maður af slíku kalíberi á að vita betur og í stað þess að vera spenntur yfir því sem er að gerast, er mér sem áhorfanda kippt út úr framvindunni og hugur minn kominn inn í höfundaherbergið þar sem ég spyr: Halló, er enginn á vakt hérna? Gerry er ekki þetta mikill kjáni. Önnur þáttaröð af Blue Lights verður frumsýnd í bresku sjónvarpi síðar í mánuðinum og þrátt fyrir annmarkana á þeirri fyrstu er ég samt mjög spenntur fyrir framhaldinu, því mér var farið að þykja mjög vænt um þessar persónur áður en yfir lauk. Niðurstaða: Þrátt fyrir að höfundarnir fari út af sporinu í lokin er Blue Lights hreint frábær þegar best lætur. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Í fyrsta þætti Bláu ljósanna kynnumst við nokkrum nýliðum lögreglunnar í samnefndri borg í Norður Írlandi. Þau eiga að sjálfsögðu öll fullt í fangi með þennan nýja starfsferil sinn, öll á sinn máta. Tommy Foster á lítið erindi í lögreglumannsstarfið. Inn í söguna blandast svo yfirmenn og annað reyndara lögreglufólk, sem lóðsar nýliðana um varasamar götur Belfastborgar. Fljúgandi start Þáttaröðin byrjar af ótrúlegum krafti og varð mér helst hugsað til gósentíðar lögregluþáttaraða á 10. áratugi síðustu aldar þegar Stöð 2 sýndi okkur þætti á borð við NYPD Blue og Homicide: Life on the Streets, þætti sem Kaninn lýsti sem „gritty.“ Þar var ekkert dregið undan, blót, blóð og rassar, og lögreglufólkið oft jafn gallað og glæpamennirnir sjálfir. Bayliss og Pembleton voru engir aukvissar og tókust á grimmar götur Baltimore borgar í Homicide: Life on the Streets. Sennilega er helsti munurinn á bláliðum Belfast og svo persóna fyrrnefndra þáttaraða, hve mikill fókus fer á nýliðana hér. Þetta er mjög gáfulegt upplegg hjá höfundum þáttaraðarinnar, þeim Declan Lawn and Adam Patterson, sem fyrir nokkrum misserum gerðu hina ágætu The Salisbury Poisonings. Að setja persónur í kringumstæður sem þær ráða illa við og berja svo á þeim, er góð dramatúrgía og vél sem skapar sífellda dýnamík og dramatík. Framan af virkar þetta einstaklega vel og skil ég vel að sjónvarpsrýnir Guardian Rebecca Nicholson hafi gefið fyrsta þætti Blue Light fullt hús og klingt út með: It leaves so many tantalising threads just waiting to unravel. What’s real, and what is a setup? What counts as courage, and what is plain stupidity? By the end of the first episode, I’m engrossed. Fyrsti þáttur gefur þvílíkt fljúgandi start að ég hugsaði með mér að hér væri komin besta lögregluþáttaröð síðari ára. Næstu þættir halda dampi reglulega vel, framvindan spennandi og trúverðug. Það byrjar þó eilítið að molna undan trúverðugleikanum þegar fer að hilla undir endinn. Ákvarðanir sumra persóna verða skyndilega handahófskenndari og hefði þurft að undirbyggja gjörðir þeirra enn betur. Fyrrnefnd Rebecca af Guardian á í raun kollgátuna þegar hún spyr: What counts as courage, and what is plain stupidity? Því ég spurði mig þess sama þegar kom að dramatískum hápunkti sjötta þáttar, þar sem einn lögreglumannanna veður inn í aðstæður sem hann ætti alls ekki að koma sér í, á stað sem yfirboðarar hans hafa ítrekað bannað honum að fara á: Er maðurinn heimskur? Það hefði verið heil brú í þessari framvindu ef um einn af óreyndari lögreglumönnunum væri að ræða, en svo er ekki. Ráða illa við að lenda þáttaröðum Þetta þarf e.t.v. ekki að koma á óvart, því í dómi mínum um The Salisbury Poisonings, eftir sömu höfunda, sló ég einmitt botninn í hann með því að segja: Niðurlagið á sögu persónanna þriggja er eilítið klunnalegt. Það er einmitt orð sem má nota um meginatburðarás lokaþáttar Bláu ljósanna í Belfast; hún er klunnaleg. Það er auðvitað ótrúlega flókið verk að rita sex þátta seríu þar sem mörgum persónum þarf að gera skil, og allar þurfa þær að hafa sína örk sem verður að vera trúverðug. Það breytir því ekki að ég keypti ekki þessa svakalegu óvirðingu reynds lögreglumanns við ítrekaðar tilskipanir yfirboðara sinna. Maður af slíku kalíberi á að vita betur og í stað þess að vera spenntur yfir því sem er að gerast, er mér sem áhorfanda kippt út úr framvindunni og hugur minn kominn inn í höfundaherbergið þar sem ég spyr: Halló, er enginn á vakt hérna? Gerry er ekki þetta mikill kjáni. Önnur þáttaröð af Blue Lights verður frumsýnd í bresku sjónvarpi síðar í mánuðinum og þrátt fyrir annmarkana á þeirri fyrstu er ég samt mjög spenntur fyrir framhaldinu, því mér var farið að þykja mjög vænt um þessar persónur áður en yfir lauk. Niðurstaða: Þrátt fyrir að höfundarnir fari út af sporinu í lokin er Blue Lights hreint frábær þegar best lætur.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira