Á vef Veðurstofunnar segir að líkur séu á erfiðum akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum eins og Hellisheiði. Mesta snjókomu verði á vestanverðu Snæfellnsesi, í kringum 40 sentimetra. Einnig megi búast við stöku éljum á Suðausturlandi. Hægari og bjart að mestu norðan- og austantil.
„Hiti nálægt frostmarki að deginum en 0 til 5 stiga frost norðaustanlands. Kólnar aftur í kvöld, talsverð frost um norðan- og norðaustanvert landið.
Norðaustan 8-15 m/s á morgun, hvassast á Vestfjörðum fyrripart dagsins en síðar á Suðausturlandi. Dálítil él norðan- og austantil, annars bjart að mestu. Hiti breytist lítið.
Um helgina er útlit fyrir norðaustan hvassviðri eða storm með éljum eða snjókomu á norðan- og austanverðu landinu. Frost um mest allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðaustan 5-13 m/s og bjart með köflum, en dálítil él norðaustantil og syðst á landinu. Frost 0 til 6 stig yfir daginn, en hiti rétt yfir frostmarki sunnantil.
Á laugardag: Norðaustan 10-18 og dálítil él norðan- og austanlands, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast fyrir norðan.
Á sunnudag: Norðan og norðaustan 15-23 og snjókoma með köflum, en yfirleitt þurrt suðvestantil. Hiti nærri frostmarki.
Á mánudag: Norðan 8-15 með snjókomu á norðanverðu landinu, en slyddu við austurströndina. Dálítil slydda eða rigning sunnantil. Hiti víða um frostmark, en allt að 5 stigum syðst.
Á þriðjudag: Austlæg átt og rigning eða snjókoma sunnan- og vestanlands, en annars úrkomuminna. Hiti 0 til 6 stig að deginum en rétt undir frostmarki fyrir norðan.
Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og dálitla rigningu eða snjókomu. Vaxandi austanátt með rigningu eða snjókomu sunnanlands undir kvöld.