Morðið var framið á bensínstöð í Florida sem er útborg Jóhannesarborgar.
Hinn 24 ára gamli Fleurs var að bíða eftir aðstoð þegar vopnaðir menn komu að og skipuðu honum að fara út úr bílnum.
It is with a great deal of sadness that we announce that Kaizer Chiefs player, Luke Fleurs tragically lost his life last night during a hijacking incident in Johannesburg.
— Kaizer Chiefs (@KaizerChiefs) April 4, 2024
Our thoughts and prayers are with his family and friends at this difficult time.
The SAPS are handling pic.twitter.com/4CTCiH1I41
Einn af byssumönnunum flúði af staðnum á bíl Fleurs.
„Byssumennirnir ógnuðu honum með byssu og þvinguðu hann út úr bílnum. Þeir skutu hann síðan einu sinni í efri hluta líkamans,“ sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla í Suður Afríku.
Fleurs spilaði með liði Kaizer Chiefs en hann var varnarmaður. Hann kom til liðsins á síðasta ári en spilaði áður fyrir SuperSport United.
Félagið minnist hans á miðlum sínum og segir að Fleurs hafi verið traustur varnarmaður með góða tækni.
Hann lék með landsliði Suður Afríku á Ólympíuleikunum í Tókýó sumarið 2021.
Fótboltáhugafólk í Suður Afríku og víðar hefur einnig syrgt hann á samfélagsmiðlum.