Utan vallar: Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er heimasíða KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Keflavík og Stjarnan geta bæði flakkað um töfluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tölfræði og upplýsingagjöf var lengi vel stolt Körfuknattleikssambands Íslands en ekki lengur. Nú skammast menn út í og skammast sín fyrir þá upplýsingagjöf sem sambandið býður upp á. Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira