Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Lovísa Arnardóttir skrifar 4. apríl 2024 08:50 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024. Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024.
Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Sjá meira