Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 18:47 Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Vísir Getty Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Eftir tuttugu mínútna leik í kvöld var staðan orðin 2-0 heimamönnum í Chelsea í vil eftir mörk frá Conor Gallagher og svo Cole Palmer úr vítaspyrnu á 19.mínútu. Útlitið mjög svo dökkt fyrir gestina frá Manchester en þeir náðu heldur betur að þappa sér saman og slá frá sér. Alejandro Garnacho minnkaði muninn fyrir Manchester United með marki á 34.mínútu og aðeins fimm mínútum síðar var röðin komin að fyrirliða liðsins Bruno Fernandes. Hann jafnaði metin fyrir Rauðu djöflana í stöðuna 2-2 og var það staðan þegar liðin gengu inn til búningsherbergja. Á 67.mínútu kom Garnacho Manchester United yfir með þriðja marki liðsins og staðan allt í einu orðin 3-2 gestunum í vil. Palmer fullkomnaði síðan þrennu sína og tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur með þrumuskoti eftir hornspyrnu Chelsea. Ótrúleg dramatík á Stamford Bridge! Ótrúlegur leikur! Magnaður sigur Chelsea staðreynd. Sigur sem sér til þess að liðið situr í 10.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig. Manchester United er sem stendur í 6.sæti deildarinnar með 48 stig og mætir toppliði Liverpool á heimavelli í næstu umferð á sunnudaginn kemur. Enski boltinn
Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Eftir tuttugu mínútna leik í kvöld var staðan orðin 2-0 heimamönnum í Chelsea í vil eftir mörk frá Conor Gallagher og svo Cole Palmer úr vítaspyrnu á 19.mínútu. Útlitið mjög svo dökkt fyrir gestina frá Manchester en þeir náðu heldur betur að þappa sér saman og slá frá sér. Alejandro Garnacho minnkaði muninn fyrir Manchester United með marki á 34.mínútu og aðeins fimm mínútum síðar var röðin komin að fyrirliða liðsins Bruno Fernandes. Hann jafnaði metin fyrir Rauðu djöflana í stöðuna 2-2 og var það staðan þegar liðin gengu inn til búningsherbergja. Á 67.mínútu kom Garnacho Manchester United yfir með þriðja marki liðsins og staðan allt í einu orðin 3-2 gestunum í vil. Palmer fullkomnaði síðan þrennu sína og tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur með þrumuskoti eftir hornspyrnu Chelsea. Ótrúleg dramatík á Stamford Bridge! Ótrúlegur leikur! Magnaður sigur Chelsea staðreynd. Sigur sem sér til þess að liðið situr í 10.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig. Manchester United er sem stendur í 6.sæti deildarinnar með 48 stig og mætir toppliði Liverpool á heimavelli í næstu umferð á sunnudaginn kemur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti