Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 106-114 | Kristinn Pálsson skaut Njarðvík í kaf Siggeir Ævarsson skrifar 4. apríl 2024 18:30 Kristinn Pálsson fór á kostum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti löskuðum deildarmeisturum Vals í Ljónagryfjunni í kvöld. Valsmenn höfðu í raun ekki að neinu að keppa og gátu leyft sér að taka lífinu með temmilegri ró en Njarðvíkingar í hörku baráttu um 2. sætið og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að ná því. Það var þó ekki að sjá á leik Valsmanna í byrjun að þeir væru neitt að slaka á og staðan fljótlega orðin 3-11. Þá kveiknaði loks á heimamönnum þá sérstaklega Chaz Williams sem skoraði tíu af 19 stigum Njarðvíkur í fyrsta leikhluta. Staðan 19-18 að honum loknum. Chaz skoraði reyndar ekki aftur fyrr en í fjórða leikhluta en var duglegur að finna félaga sína í góðum færum. Valsmenn voru töluvert líflegri í 2. leikhluta en Njarðvíkingar létu margt fara í taugarnar á sér sem þeir höfðu litla stjórn á. Þannig nældi Dwayne Lautier-Ogunleye sér í tæknivillu þegar dómararnir vildu meina að hann hefði floppað, sem gerði Benedikt Guðmundsson þjálfara Njarðvíkur svo trylltan úr reiði á hliðarlínunni að hann fékk tæknivillu. Valsmenn leiddu 45-56 í hálfleik en heimamenn voru frábærir í 3. leikhluta sem þeir unnu 33-20 og lokaspretturinn varð æsispennandi þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Justas Tamulis jafnaði leikinn af vítalínunni 95-95 þegar sex sekúndur voru eftir. Chaz Williams fékk ágætis færi til að tryggja Njarðvík sigurinn en boltinn skoppaði upp úr körfunni og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fór Kristinn Pálsson algjörlega á kostum. Hann skoraði fyrstu tíu stig Njarðvíkur í framlengingunni, þar af einn gjörsamlega galinn þrist þar sem brotið var á honum og úr varð fjögurra stiga sókn. Kristinn virtist nánast slökkva í heimamönnum með þessari byrjun en Njarðvík leiddi eftir fyrstu sóknir framlengingarinnar með fjórum stigum. Lokatölur í Njarðvík 106-114 í hörkuspennandi leik. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Pálsson spilaði líkt og andsetinn í kvöld og setti körfur í öllum regnbogans litum. 41 stig frá honum og sjö þristar í 14 tilraunum og ellefu fráköst í ofanálag. Kristinn klárlega maður leiksins enda kláraði hann leikinn nánast upp á sitt einsdæmi í lokin. Hjá Njarðvík var Dwayne Lautier-Ogunleye stigahæstur með 31 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Þorvaldur Orri Árnason átti góða spretti og skoraði 19 stig og þá var Chaz Willams einu frákasti frá þrefaldri tvennu. 15 stig, 14 stoðsendingar og níu fráköst. Hvað gerist næst? Nú tekur úrslitakeppnin við. Valsmenn mæta Hetti en Njarðvíkingar fara í Þorlákshöfn og mæta Þór þar sem Þórsarar lögðu Keflavík í kvöld og rændu þar af leiðandi heimavallarréttinum á elleftu stundu. Benedikt Guðmundsson: „Unnum ekki leikinn svo að þetta er súrsætt“ Benedikt Guðmundsson sagði leikinn vera súrsætanVísir / Diego Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat tekið undir samantekt blaðamanns um leikinn: „Kristinn Pálsson getur hitt helvíti vel þegar hann dettur í stuð!“ „Heldur betur. Eigum við ekki að segja að hann hafi verið „winning difference“ eins og sagt er á enskunni. Við erum hérna fjórum yfir í framlengingunni og virðumst vera að ná tökum á þessu eftir að hafa misst þetta í framlengingunni. Þá kemur hann bara með tíu stig í röð, „and “ þristur og tveir aðrir þristar með mann alveg í grillinu. Frábærlega gert hjá honum. Hann skilaði þessum sigri og steig upp þegar þeir þurftu á að halda.“ Það var allt annað Njarðvíkurlið sem mætti til leiks í seinni hálfleik eftir dapra frammistöðu í 2. leikhluta og Benna var mjög létt að hans menn náðu að snúa blaðinu við í seinni hálfleik. „Við vorum ofboðslega óhressir með fyrri hálfleikinn, sérstaklega hvernig við enduðum hann. Það var spennuþrunginn klefinn í hálfleik. En allt annað að sjá mína menn í seinni hálfleik. Við fórum að gera þetta saman og gefa auka sendingar. Eftir þennan seinni hálfleik þá er tilfinningin töluvert betri en eftir fyrri hálfleikinn. Hún var mjög vond í hálfleik. Við unnum ekki leikinn svo að þetta er súrsætt en ég var ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik.“ Benni sagðist vera vel stemmdur fyrir úrslitakeppninni sem endranær, enda eldri en tvævetur í þessum bransa. „Bara eins og öll hin 30 árin, bara vel! Einhver sagði mér að við værum að fá Þór Þorlákshöfn en ég á eftir að fá það staðfest. Það er bara staður og íþróttahús sem ég þekki vel en við byrjum hérna heima. Það er algjört lykilatriði að byrja sterkt á heimavelli og fá góða frammistöðu þar.“ Jamil Abiad: „Ætlum ekki að taka neinu sem gefnu“ Jamil Abiad, aðstoðarþjálfari Vals sat fyrir svörum í forföllum Finns Freys Stefánssonar sem var fjarri góðu gamni vegna veikinda. „Ég er ótrúlega ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum. Þeir hafa lagt hart að sér í allan vetur og eru að uppskera miðað við það. Þetta hefur ekkert að gera með mig eða Finn, heldur þessa stráka á vellinum.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá byr undir báða vængi að landa sigri á erfiðum útivelli í síðasta leik fyrir úrslitakeppni? „Það er allt önnur keppni að hefjast í næstu viku. Við töluðum um það í vikunni að við vildum enda tímabilið á háu nótunum og taka það með okkur inn í úrslitakeppnina. Strákarnir héldu áfram allan leikinn, þeir hefðu geta lagt árar í bát en þeir héldu fætinum á bensíngjöfinni sem var frábært.“ Aðspurður um skakkaföllin sem liðið hefur gengið í gegnum í vetur sagði Jamil að hann reyndi að hugsa ekki um það heldur einbeita sér að hópnum sem væri djúpur og nóg af mönnum tilbúnir að stíga upp. „Þessir strákar eru ótrúleg liðsheild og liðsandinn er frábær. Við höfum í raun byggt upp fjölskyldu saman. Það er alltaf einhver klár ef menn meiðast og næsti maður í röðinni kemur með sömu orku og þeir sem eru í byrjunarliðinu. Jú meiðsli hafa sett strik í reikninginn en við hugsum ekki um það heldur horfum fram veginn og höldum áfram. Við erum með tólf frábæra leikmenn.“ Hann sagði að hans menn væru vel stemmdir fyrir úrslitakeppnina en væru þó með báða fætur á jörðinni. „Við erum spenntir. Þetta er ný keppni og við ætlum ekki að taka neinu sem gefnu. Við ætlum að halda áfram að leggja hart að okkur og fara í alla leiki eins og það sé síðasti leikur tímabilsins. Við munum ekki fá neitt upp í hendurnar, við vitum það og ætlum að halda fætinum á bensíngjöfinni.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Njarðvíkingar tóku á móti löskuðum deildarmeisturum Vals í Ljónagryfjunni í kvöld. Valsmenn höfðu í raun ekki að neinu að keppa og gátu leyft sér að taka lífinu með temmilegri ró en Njarðvíkingar í hörku baráttu um 2. sætið og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að ná því. Það var þó ekki að sjá á leik Valsmanna í byrjun að þeir væru neitt að slaka á og staðan fljótlega orðin 3-11. Þá kveiknaði loks á heimamönnum þá sérstaklega Chaz Williams sem skoraði tíu af 19 stigum Njarðvíkur í fyrsta leikhluta. Staðan 19-18 að honum loknum. Chaz skoraði reyndar ekki aftur fyrr en í fjórða leikhluta en var duglegur að finna félaga sína í góðum færum. Valsmenn voru töluvert líflegri í 2. leikhluta en Njarðvíkingar létu margt fara í taugarnar á sér sem þeir höfðu litla stjórn á. Þannig nældi Dwayne Lautier-Ogunleye sér í tæknivillu þegar dómararnir vildu meina að hann hefði floppað, sem gerði Benedikt Guðmundsson þjálfara Njarðvíkur svo trylltan úr reiði á hliðarlínunni að hann fékk tæknivillu. Valsmenn leiddu 45-56 í hálfleik en heimamenn voru frábærir í 3. leikhluta sem þeir unnu 33-20 og lokaspretturinn varð æsispennandi þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Justas Tamulis jafnaði leikinn af vítalínunni 95-95 þegar sex sekúndur voru eftir. Chaz Williams fékk ágætis færi til að tryggja Njarðvík sigurinn en boltinn skoppaði upp úr körfunni og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fór Kristinn Pálsson algjörlega á kostum. Hann skoraði fyrstu tíu stig Njarðvíkur í framlengingunni, þar af einn gjörsamlega galinn þrist þar sem brotið var á honum og úr varð fjögurra stiga sókn. Kristinn virtist nánast slökkva í heimamönnum með þessari byrjun en Njarðvík leiddi eftir fyrstu sóknir framlengingarinnar með fjórum stigum. Lokatölur í Njarðvík 106-114 í hörkuspennandi leik. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Pálsson spilaði líkt og andsetinn í kvöld og setti körfur í öllum regnbogans litum. 41 stig frá honum og sjö þristar í 14 tilraunum og ellefu fráköst í ofanálag. Kristinn klárlega maður leiksins enda kláraði hann leikinn nánast upp á sitt einsdæmi í lokin. Hjá Njarðvík var Dwayne Lautier-Ogunleye stigahæstur með 31 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Þorvaldur Orri Árnason átti góða spretti og skoraði 19 stig og þá var Chaz Willams einu frákasti frá þrefaldri tvennu. 15 stig, 14 stoðsendingar og níu fráköst. Hvað gerist næst? Nú tekur úrslitakeppnin við. Valsmenn mæta Hetti en Njarðvíkingar fara í Þorlákshöfn og mæta Þór þar sem Þórsarar lögðu Keflavík í kvöld og rændu þar af leiðandi heimavallarréttinum á elleftu stundu. Benedikt Guðmundsson: „Unnum ekki leikinn svo að þetta er súrsætt“ Benedikt Guðmundsson sagði leikinn vera súrsætanVísir / Diego Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat tekið undir samantekt blaðamanns um leikinn: „Kristinn Pálsson getur hitt helvíti vel þegar hann dettur í stuð!“ „Heldur betur. Eigum við ekki að segja að hann hafi verið „winning difference“ eins og sagt er á enskunni. Við erum hérna fjórum yfir í framlengingunni og virðumst vera að ná tökum á þessu eftir að hafa misst þetta í framlengingunni. Þá kemur hann bara með tíu stig í röð, „and “ þristur og tveir aðrir þristar með mann alveg í grillinu. Frábærlega gert hjá honum. Hann skilaði þessum sigri og steig upp þegar þeir þurftu á að halda.“ Það var allt annað Njarðvíkurlið sem mætti til leiks í seinni hálfleik eftir dapra frammistöðu í 2. leikhluta og Benna var mjög létt að hans menn náðu að snúa blaðinu við í seinni hálfleik. „Við vorum ofboðslega óhressir með fyrri hálfleikinn, sérstaklega hvernig við enduðum hann. Það var spennuþrunginn klefinn í hálfleik. En allt annað að sjá mína menn í seinni hálfleik. Við fórum að gera þetta saman og gefa auka sendingar. Eftir þennan seinni hálfleik þá er tilfinningin töluvert betri en eftir fyrri hálfleikinn. Hún var mjög vond í hálfleik. Við unnum ekki leikinn svo að þetta er súrsætt en ég var ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik.“ Benni sagðist vera vel stemmdur fyrir úrslitakeppninni sem endranær, enda eldri en tvævetur í þessum bransa. „Bara eins og öll hin 30 árin, bara vel! Einhver sagði mér að við værum að fá Þór Þorlákshöfn en ég á eftir að fá það staðfest. Það er bara staður og íþróttahús sem ég þekki vel en við byrjum hérna heima. Það er algjört lykilatriði að byrja sterkt á heimavelli og fá góða frammistöðu þar.“ Jamil Abiad: „Ætlum ekki að taka neinu sem gefnu“ Jamil Abiad, aðstoðarþjálfari Vals sat fyrir svörum í forföllum Finns Freys Stefánssonar sem var fjarri góðu gamni vegna veikinda. „Ég er ótrúlega ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum. Þeir hafa lagt hart að sér í allan vetur og eru að uppskera miðað við það. Þetta hefur ekkert að gera með mig eða Finn, heldur þessa stráka á vellinum.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá byr undir báða vængi að landa sigri á erfiðum útivelli í síðasta leik fyrir úrslitakeppni? „Það er allt önnur keppni að hefjast í næstu viku. Við töluðum um það í vikunni að við vildum enda tímabilið á háu nótunum og taka það með okkur inn í úrslitakeppnina. Strákarnir héldu áfram allan leikinn, þeir hefðu geta lagt árar í bát en þeir héldu fætinum á bensíngjöfinni sem var frábært.“ Aðspurður um skakkaföllin sem liðið hefur gengið í gegnum í vetur sagði Jamil að hann reyndi að hugsa ekki um það heldur einbeita sér að hópnum sem væri djúpur og nóg af mönnum tilbúnir að stíga upp. „Þessir strákar eru ótrúleg liðsheild og liðsandinn er frábær. Við höfum í raun byggt upp fjölskyldu saman. Það er alltaf einhver klár ef menn meiðast og næsti maður í röðinni kemur með sömu orku og þeir sem eru í byrjunarliðinu. Jú meiðsli hafa sett strik í reikninginn en við hugsum ekki um það heldur horfum fram veginn og höldum áfram. Við erum með tólf frábæra leikmenn.“ Hann sagði að hans menn væru vel stemmdir fyrir úrslitakeppnina en væru þó með báða fætur á jörðinni. „Við erum spenntir. Þetta er ný keppni og við ætlum ekki að taka neinu sem gefnu. Við ætlum að halda áfram að leggja hart að okkur og fara í alla leiki eins og það sé síðasti leikur tímabilsins. Við munum ekki fá neitt upp í hendurnar, við vitum það og ætlum að halda fætinum á bensíngjöfinni.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum