Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2024 12:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á von á að ríkisstjórnin haldi áfram þrátt fyrir að forsætisráðherra færi í framboð. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18
Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58
Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32