Skoðun

For­seti þing­meiri­hlutans

Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Á lýðveldistímanum hefur þingmeirihlutinn ítrekað reynt að sölsa undir sig forsetaembættið þannig að hann hefði bæði forsetann og forsætisráðherrann. Séra Bjarni frambjóðandi þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins féll 1952 og þjóðin kaus sér sinn eigin forseta. Árið 1968 sendi þjóðin þingmeirihlutanum rækilega áminningu um að hún veldi sér sjálf sína forseta þegar Kristján Eldjárn sigraði frambjóðanda þingmeirihluta, sem þá hafði lengi haldið hópinn. Nú gengur ljósum logum sú furðufregn að þingmeirihlutinn sé að skipta á milli sín embættum eftir fyrirhugaða brottför forsætisráðherrans í forsetaembættið. Sami þingmeirihluti er rúinn öllu trausti, stjórnar ekki málum sem honum ber, undirbýr þrátt fyrir það áframhaldandi setu út kjörtímabilið en nú með sinn eigin forseta lýðveldisins. Bjóði núverandi forsætisráðherra sig fram til forsetaembættisins er hann óhjákvæmilega frambjóðandi þingmeirihlutans og kosningarnar hljóta að snúast um pólitík þingmeirihlutans og um pólitísk heilindi frambjóðandans. Líklegt er að þjóðin muni fella þennan frambjóðanda þingmeirihlutans eins og hún hefur gert með aðra sem á undan hafa komið. Þingmeirihlutinn á ekki að velja þjóðinni forseta, það gerir hún sjálf.

Höfundur er kennari við HA.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×