Hlíft við tækifærum Pawel Bartoszek skrifar 4. apríl 2024 15:30 Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Viðreisn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun