Framboðið hafi ekkert með Katrínu að gera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2024 20:24 Steinunn Ólína vill á Bessastaði. arnar halldórsson Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira