Leggja til allt að níutíu milljónir í baráttunni við hjólreiðaþjófnað í Reykjavík Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 19:41 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur lagt til aðgerðir til að sporna við reiðhjólaþjófnaði. Áætlaður kostnaður aðgerðarinnar sem hópurinn leggur til er „gróft áætlaður“ 55 til níutíu milljónir króna. Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa
Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira