Biden krefst tafarlauss vopnahlés Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 21:35 Símtalið var það fyrsta milli þeirra tveggja síðan sjö hjálparstarfsmenn létust í loftárás í Gasa. AP/Mark Schiefelbein Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. Leiðtogarnir tveir ræddu saman í síma í fyrsta sinn síðan sjö starfsmenn World Central Kitchen létust í ísraelskri loftárás. Í kjölfarið hefur Biden verið harðyrtari í garð ísraelskra stjórnvalda en þau höfðu áður átt að venjast. Símtalið varði í færri en þrjátíu mínútur og í því gerði Bandaríkjaforseti Netanjahú ljóst að Ísrael þyrfti að taka í gagnið nákvæma, markvissa og mælanlega ferla til að bregðast við mannfalli, mannúðarkrísu og öryggisleysi viðbragðsaðila, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Guardian greinir frá því að Biden hafi sagt að tafarlaust vopnahlé væri bráð nauðsyn og að hann hafi hvatt Netanjahú til að komast að samkomulagi við Hamasliða án tafar. Tilkynning Hvíta hússins er ólík þeim sem gefnar hafa verið út áður varðandi samband Bandaríkjanna og Ísraels. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn skilyrði fyrir stuðningi við Ísraelsmenn. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði hins vegar að stuðningur Bandaríkjanna við hernað ísraelsmanna væri enn „brynvarinn“ (e. iron-clad). Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Sjá meira
Leiðtogarnir tveir ræddu saman í síma í fyrsta sinn síðan sjö starfsmenn World Central Kitchen létust í ísraelskri loftárás. Í kjölfarið hefur Biden verið harðyrtari í garð ísraelskra stjórnvalda en þau höfðu áður átt að venjast. Símtalið varði í færri en þrjátíu mínútur og í því gerði Bandaríkjaforseti Netanjahú ljóst að Ísrael þyrfti að taka í gagnið nákvæma, markvissa og mælanlega ferla til að bregðast við mannfalli, mannúðarkrísu og öryggisleysi viðbragðsaðila, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Guardian greinir frá því að Biden hafi sagt að tafarlaust vopnahlé væri bráð nauðsyn og að hann hafi hvatt Netanjahú til að komast að samkomulagi við Hamasliða án tafar. Tilkynning Hvíta hússins er ólík þeim sem gefnar hafa verið út áður varðandi samband Bandaríkjanna og Ísraels. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn skilyrði fyrir stuðningi við Ísraelsmenn. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði hins vegar að stuðningur Bandaríkjanna við hernað ísraelsmanna væri enn „brynvarinn“ (e. iron-clad).
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11