Færri en fimm dauðsföll á ári vegna mistaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. apríl 2024 08:00 Alma Möller landlæknir segir sjaldgæft að dauðsföll verði vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þótt embættið hafi fengið yfir níutíu tilkynningar um slíkt síðustu ár hafi greining embættisins sýnt að þau séu í raun innan við fimm á ári. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að þó að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri. Kvörtunum og athugasemdum til embættisins hefur fjölgað mikið síðustu ár og getur tekið allt að fjögur ár að vinna úr þeim. Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira