Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Íþróttadeild Vísis skrifar 5. apríl 2024 18:56 Sveindís Jane sannaði enn og aftur mikilvægi sitt. Ógnaði í sífellu og mark hennar var ekki af verri endanum. vísir / hulda margrét Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Fyrri mörkin tvö komu með stuttu millibilli undir lok fyrri hálfleiks. Malgorzata Mesjasz setti boltann óvart í eigið net eftir skalla Bryndísar Örnu og Diljá Ýr tvöfaldaði svo forystuna aðeins mínútu síðar með góðum skalla. Sveindís Jane skoraði svo glæsilegt mark á 66. mínútu og var valin maður leiksins. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [8] Virkilega örugg frammistaða í öðrum landsleik hennar. Stóð sig vel og var örugg í uppspilinu með boltann í löppunum. Átti nokkrar mjög góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [5] Er ekki bakvörður að upplagi og ber þess augljós merki. Örugg varnarlega en ekki eins seig að koma boltanum í spil og sækja upp kantinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Örugg að vana í öftustu línu. Glímdi vel við Ewu Pajor, þeirra hættulegasta leikmann. Pólland gaf marga háa bolta inn fyrir en tókst ekki að setja íslenska hafsentaparið í nein teljandi vandræði. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Líkt og Glódís stóð hún sína plikt af fagmennsku og öryggi. Ekkert sérstakt út á þeirra leik að setja. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Kom óvænt inn í liðið á lokastundu en sannaði mikilvægi sitt í leiknum. Eini náttúrulegi vinstri bakvörður liðsins og spilar stórt hlutverk þegar Ísland sækir fram völlinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [7] Var öflug á miðjunni og mikið í boltanum. Orðin lykilmaður í þessu liði og ætti að eiga öruggt sæti. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [6] Lenti í örlitlum vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik. Sædís leitaði mikið upp völlinn og Alexandra gleymdi stundum að bakka niður fyrir hana. Bætti samt úr því í seinni hálfleik og á hrós skilið fyrir það. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Kveinkaði sér aðeins í leiknum og virtist ekki alltaf vera að keyra á fullum krafti. Sýndi samt snilldartakta inn á milli og lagði upp mark. Diljá Ýr Zomers, hægri kantmaður [8] Frábær leikur hjá henni. Gríðarleg vinnsla í allar áttir og ógnaði á ýmsan hátt. Uppskar gott mark. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður [9] - maður leiksins Lang hættulegasti og kraftmesti leikmaður liðsins. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Skoraði glæsilegt mark með vinstri fæti og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta við. Gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að hún haldist heil í gegnum undankeppnina. Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji [8] Fín frammistaða hjá henni. Mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland og stóð sig vel alltaf vel með mann í bakinu. Átti skallann sem leiddi til fyrsta marksins. Varamenn: Hlín Eiríksdóttir [8] Kom inn fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur á 67. mínútu. Fín innkoma í efstu línu, átti tvær fyrirgjafir sem enduðu næstum því með marki hjá Sveindísi en í bæði skipti rétt missti hún af boltanum. Selma Sól Magnúsdóttir [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Karólínu Leu. Komst lítið í boltann enda leikurinn svo gott sem búinn þegar hún kom inn. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja samt. Sandra María Jessen [7] Kom inn á 71. mínútu fyrir Diljá Ýr Zomers. Fínt að fá ferskar lappir inn á þeim tímapunkti, Diljá var búin að skila góðum hlaupatölum og Sandra stóð sig vel. Amanda Jacobsen Andradóttir Kom inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Guðný Árnadóttir Kom inn fyrir Sædísi Rún Heiðarsdóttur á 84. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira