Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 18:28 Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að viðeigandi væri að kveðja ráðherrana sína með heimboði í kvöld. vísir/Hulda margrét Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04
Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56
Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06