„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:58 Fanney Inga Birkisdóttir átti góðan leik í íslenska markinu. Vísir/Hulda Margrét Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Fanney átti nokkrar góðar vörslur og bjargaði Íslandi frá því að lenda undir í fyrri hálfleik. Hún sagði gríðarlega gott að hafa unnið fyrsta leik og vildi meina að þetta sendi öðrum liðum skilaboð. „Algjörlega. Gott að setja alvöru ‘statement’ á heimavelli og sýna hinum liðunum að það verður erfitt að koma hingað og sækja stig.“ Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún er valin fram yfir Telmu Ívarsdóttur án meiðsla. „Mér leið bara mjög vel og gott að fá traustið. Leikmenn í kringum mig hjálpa mér að koma inn í þetta og gott að byrja á sigri.“ Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane hjá Wolfsburg, var fyrirfram talin hættulegasti leikmaður Póllands. Það sást þó lítið til hennar í leiknum. „Þær voru bara með hana í vasanum. Ég sá voða lítið frá henni og hafði litlar áhyggjur. Þegar maður er með svona heimsklassa varnarmenn þá er vinnan rólegri fyrir mig.“ Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Ísland skoraði tvö mörk með mínútu millibili og fór með tveggja marka forystu inn í búningsherbergi. „Geðveikt. Ég var mjög glöð þegar við settum fyrsta markið og svo að ná að setja annað strax í andlitið og nýta meðbyrinn er bara frábært. Fara 2-0 inn í hálfleik, getur ekki beðið um mikið meira.“ Krafturinn fjaraði út hjá Póllandi eftir tvö mörk og var svo nær algjörlega horfin eftir þriðja markið, sem Fanney sagði það mikilvægasta. „Ótrúlega mikilvægt. Það er alltaf mikilvægast, þriðja markið, og maður fann kraftinn dragast úr þeim þegar líða fór á hálfleikinn. En um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ sagði hún að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira