Innlent

Ógnaði fólki með hnífi og lét sig hverfa

Árni Sæberg skrifar
Lögregla fór á vettvang en fann manninn hvergi.
Lögregla fór á vettvang en fann manninn hvergi. Vísir/Vilhelm

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um mann sem hafði hótað fólki með hnífi í hverfi 108. Sá var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. 

Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að fimm gisti fangageymslur eftir nóttina. Meðal verkefna hafi verið að hafa afskipti af manni sem hafði brotið rúðu í Hafnarfirði. Sá sé grunaður um fleiri skemmdarverk og hafi verið óviðræðuhæfur. Hann hafi fengið að gista hjá lögreglu þar til ástand hans skánar.

Þá hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tónlistarhús í miðborginni. Meira hafi ekki verið vitað um málið þegar dagbókarfærslan var skrifuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×