Norrköping hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir tapið í dag, en liðið tapaði 5-1 gegn Malmö í fyrstu umferðinni. Norrköping er því án stiga með mínus sjö í markatölu eftir aðeins tvær umferðir.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping í dag og spilaði allan leikinn, en Ísak Andri Sigurgeirsson var ónotaður varamaður.
Heimamenn í Mjällby voru komnir í 2-0 strax á 19. mínútu í leik dagsins og hefðu getað bætt þriðja markinu við úr vítaspyrnu á 25. mínútu, en Alexander Johansson misnotaði spyrnuna.
Þriðjamarkið kom þó að lokum eftir rétt tæplega klukkutíma leik og þar við sat. Niðurstaðan 3-0 sigur Mjällby sem situr á toppi deildarinnar með sex stig af sex mögulegum, en Norrköping er eins og áður segir enn án stiga.