Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag og halda þétt að sér spilunum. Við förum yfir það sem við vitum um stöðuna á viðræðunum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö á eftir, spyrjum fólk á förnum vegi út í stjórnmálaástandið og ræðum við Ingu Sæland og Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu.

Þá fjöllum við um mikla fjölgun á kvörtunum og athugasemdum til Landlæknis. Landlæknir segir að þrátt fyrir að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár, hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri.

Þá sýnum við frá uppsetningu á stærðarinnar listaverki utan á Smiðju, nýrri skrifstofubyggingu Alþingis, og hittum ferfætlinga sem sinna fjölbreyttu meðferðarstarfi á geðdeild Landspítala. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×