Gengi Los Angeles Lakers hefur verið misjafnt á tímabilinu og liðið verið fyrir utan og innan úrslitakeppnislínuna. Í nótt vann liðið þó sinn fjórða sigur í röð þegar liðið keyrði yfir Cleveland Cavaliers 116-97.
Sigurinn þýðir að Lakers er nú í 8. sæti deildarinnar og í góðri stöðu að koma sér í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þá munar ekki miklu á liðinu og Phoenix Suns sem er 6. sæti en það er síðasta örugga sætið í úrslitakeppnina sjálfa.
D´Angelo Russell var stigahæstur með 28 stig og LeBron bætti við 24 stigum auk þess að gefa 12 stoðsendingar.
The Lakers' trio of LeBron, AD, and DLo led the charge in LA's 4th-straight win as they now move into 8th in the West standings!
— NBA (@NBA) April 6, 2024
LeBron: 24 PTS, 12 AST, 5 REB
AD: 22 PTS, 13 REB, 6 BLK
DLo: 28 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/Ei8h7egrQq
Meistarar Denver Nuggets lyftu sér upp í efsta sæti Vesturdeildarinnar á nýjan leik með öruggum sigri á Atlanta Hawks. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Denver er í harðri baráttu við Minnesota Timberwolves um efsta sæti vestursins.
Joel Embiid skoraði 30 stig og tók 12 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins tuttugu og þrjár mínútur í 116-96 sigri Philadelphia 76´ers á Memphis Grizzlies. Treyja Marc Gasol var hengd upp í rjáfur á heimavelli Memphis fyrir leikinn en hann lék með liðinu í ellefu tímabil og kom liðinu meðal annars í úrslit Vesturdeildarinnar árið 2013.
Marc Gasol watches his jersey get lifted into the rafters in Memphis pic.twitter.com/1wWf2UzNjR
— NBA (@NBA) April 7, 2024
Grizzlies fer þó ekki í úrslitakeppnina í ár en 76´ers fer líklega í umspil um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar en gæti laumað sér upp í öruggt sæti með góðum úrslitum í lokaumferðunum.
Úrslitin í nótt:
Los Angeles Lakers 116-97
New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103
Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116
Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110