Kirkjan - þægilegt pláss? Toshiki Toma skrifar 8. apríl 2024 10:01 Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar