Lífið heldur áfram að leika við vonarstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 11:01 Ef það er eitthvað sem Endrick kann upp á tíu þá er það að búa til flott myndaaugnablik. Eitt varð til í gær. Getty/Alexandre Schneider Síðustu vikur hafa verið einkar skemmtilegar fyrir hinn unga brasilíska knattspyrnumann Endrick. Endrick er enn að spila í brasilíska boltanum en augu Evrópu er á honum því strákurinn er á leiðinni til Real Madrid í sumar. Endrick endaði síðasta mánuð með því að skora sín tvö fyrstu mörk fyrir landsliðið en það fyrra tryggði liðinu sigur á Englandi á Wembley. Hann varð þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Endrick skoraði síðan einnig í leiknum á móti Spáni en sá leikur var spilaður á verðandi heimavelli hans Santiago Bernabeu. Í gær hjálpaði Endrick síðan liði Palmeiras að vinna Sao Paulo fylkistitilinn þriðja árið í röð. Endrick has 5 career trophies at 17, Kane has ZERO career trophies at 30 pic.twitter.com/Z85dcgs5JY— RMFC (@TeamRMFC) April 7, 2024 Palmeiras gerði það með því að vinna nágrannanna og erkifjendurna í Santos 2-0. Endrick fiskaði vítið sem gaf fyrra markið. Santos hafði unnið fyrri úrslitaleikinn 1-0. „Ég veit að ég er hluti af nýrri kynslóð. Ég hef þurft að komast í gegnum margt. Mig dreymir um að verða átrúnaðargoð fyrir öll börn,“ sagði Endrick. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég veit líka að það verður erfitt því það er fólk sem líkar ekki við mig en ég vil verða þeirra átrúnaðargoð líka. Ég vil að þetta fólk horfi á mig og hugsa að þar sem að hann komst þangað þá geta þau það líka,“ sagði Endrick. Endrick var líka hluti að liðinu sem vann þennan titil í fyrra sem og liðunum sem varð brasilískur meistari 2022 og 2023. Hann er því kominn með marga titla á ferilskrána þrátt fyrir ungan aldur. MOTM + 5th Career trophy at 17Endrick is exceptional pic.twitter.com/CVK61VEKNd— Collins (@_collins_a) April 8, 2024 Brasilía Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Endrick er enn að spila í brasilíska boltanum en augu Evrópu er á honum því strákurinn er á leiðinni til Real Madrid í sumar. Endrick endaði síðasta mánuð með því að skora sín tvö fyrstu mörk fyrir landsliðið en það fyrra tryggði liðinu sigur á Englandi á Wembley. Hann varð þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Endrick skoraði síðan einnig í leiknum á móti Spáni en sá leikur var spilaður á verðandi heimavelli hans Santiago Bernabeu. Í gær hjálpaði Endrick síðan liði Palmeiras að vinna Sao Paulo fylkistitilinn þriðja árið í röð. Endrick has 5 career trophies at 17, Kane has ZERO career trophies at 30 pic.twitter.com/Z85dcgs5JY— RMFC (@TeamRMFC) April 7, 2024 Palmeiras gerði það með því að vinna nágrannanna og erkifjendurna í Santos 2-0. Endrick fiskaði vítið sem gaf fyrra markið. Santos hafði unnið fyrri úrslitaleikinn 1-0. „Ég veit að ég er hluti af nýrri kynslóð. Ég hef þurft að komast í gegnum margt. Mig dreymir um að verða átrúnaðargoð fyrir öll börn,“ sagði Endrick. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég veit líka að það verður erfitt því það er fólk sem líkar ekki við mig en ég vil verða þeirra átrúnaðargoð líka. Ég vil að þetta fólk horfi á mig og hugsa að þar sem að hann komst þangað þá geta þau það líka,“ sagði Endrick. Endrick var líka hluti að liðinu sem vann þennan titil í fyrra sem og liðunum sem varð brasilískur meistari 2022 og 2023. Hann er því kominn með marga titla á ferilskrána þrátt fyrir ungan aldur. MOTM + 5th Career trophy at 17Endrick is exceptional pic.twitter.com/CVK61VEKNd— Collins (@_collins_a) April 8, 2024
Brasilía Spænski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira