Gullregnið í Osló er besti árangur Íslands frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:01 Norðurlandameistarar kvenna í liðakeppni 2024 koma frá Íslandi. Frá vinstri: Margrét Lea Kristinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Freyja Hannesdóttir. FSÍ Íslenska landsliðsfólkið í fimleikum skrifaði nýjan kafla í fimleikasögu landsins á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í Osló um helgina. Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki. Fimleikar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira
Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki.
Fimleikar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira