Fordæma kynleiðréttingaraðgerðir og staðgöngumæðrun Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 13:28 Frans páfi hefur fordæmt kynjafræði sem verstu hættuna sem steðji að mannkyninu um þessar mundir því hún sækist eftir því að eyða muninum á körlum og konum. AP/Gregorio Borgia Páfagarður lýsir kynleiðréttingaraðgerðum og staðgöngumæðrun sem alvarlegu broti gegn mannlegri virðingu í nýrri stefnuyfirlýsingu sem var birt í dag að skipan páfa. Afstaða kaþólsku kirkjunnar til þess er þannig sú sama og til þungunarrofs og líknardráps. Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar. Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Kennisetningarskrifstofa Páfagarðs hefur unnið að stefnuyfirlýsingunni undanfarin fimm ár. Í henni hafnar kirkjan þeirri hugmynd að hægt sé að breyta kyni fólks. Guð hafi skapað karla og konu líffræðilega ólík og maðurinn meig ekki eiga við sköpunarverkið eða reyna að gera „sjálfa sig að guði“. „Af því leiðir að hvers kyns kynbreytingarinngrip ógnar þeirri einstöku virðingu sem manneskjan fær frá því augnabliki sem hún er getin,“ segir í skjalinu. Páfagarður gerir greinarmun á kynleiðréttingaraðgerðum sem hann telur óásættanlegar annars vegar og hins vegar lagfæringu á „afbrigðileika á kynfærum“, hvort sem hann er meðfæddur eða kemur fram síðar, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Trans aðgerðarsinnar sögðu stefnuskjalið særandi og í það skorti raddir og reynslu raunverulegs trans fólk, sérstaklega þar sem Páfagarður gerði ekki greinarmun á trans fólki annars vegar og intersex hins vegar. Það sýni fram á hræsni Páfagarðs að hann fordæmi kynleiðréttingaraðgerðir sem hafi bjargað lífi fjölda trans fólks en líti með velþóknun á aðgerðir á intersex fólki þrátt fyrir að þær hafi valdið sumu andlegum og líkamlega skaða, sérstaklega þegar þær eru gerðar á börnum án samþykkis. Vilji til að eignast barn verði ekki að rétti til þess Staðgöngumæðrun telur Páfagarður stríða gegn virðingu bæði staðgöngumóður og barns. „Barnið á rétt á því að eiga alfarið mennskan uppruna og fá þá lífsgjöf sem sýnir bæði reisn þess sem gefur og þess sem þiggur,“ segir í yfirlýsingunni. Þannig eigi fólk ekki rétt á að eignast barn ef það stríðir gegn virðingu barnsins sem þiggur lífsgjöf. Stefnuyfirlýsingin fordæmir á hinn bóginn lönd þar sem samkynhneigð er ólögleg og refsiverð. Frans páfi hefur áður sagt að það sé ekki glæpur að vera samkynhneigður. Opinber kennisetning kirkjunnar nú er að það stríði gegn mannlegri reisn að í sumum ríkjum sé fólk fangelsað, pyntað og jafnvel svipt lífi vegna kynhneigðar sinnar.
Páfagarður Trúmál Hinsegin Heilbrigðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira