Þjófarnir leika lausum hala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2024 12:11 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira