Tiger setur met ef hann nær niðurskurðinum á Masters Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 15:01 Tiger Woods fagnar sigri sínum á Masters mótinu árið 2019. AP/David J. Phillip Tiger Woods var mættur á æfingasvæðið hjá Augusta National golfklúbbnum um helgina þar sem hann var að undirbúa sig fyrir Mastersmótið í golfi sem hefst í vikunni. Ef ekkert kemur upp á næstu daga þá mun Tiger taka þátt í sínu 26. Mastersmóti á ferlinum þegar mótið hefst á fimmtudaginn kemur. Hinn 48 ára gamli Woods var þarna með kylfusveinunum Lance Bennett um helgina en þeir hafa ekki unnið saman áður á Masters. ESPN segir frá. Tiger Woods has arrived at Augusta National pic.twitter.com/v3c1ARnxht— Tour Golf (@PGATUOR) April 7, 2024 Joe LaCava, sem var kylfusveinn þegar Tiger vann Mastersmótið 2019, er nú fastráðinn kylfusveinn hjá Patrick Cantlay. Það var fimmti sigur Tigers á Augusta en alls hefur hann unnið fimmtán risamót. Tiger setur hins vegar met komist hann í gegnum niðurskurðinn í ár. Það yrði 24. Mastersmótið í röð þar sem hann tryggir sér það að fá að spila á tveimur síðustu dögunum. Metinu deilir hann nú með þeim Gary Player og Fred Couples. Woods jafnaði metið í fyrra þegar hann náði niðurskurðinum en þá varð hann að hætta á þriðja degi. Keppni tafðist þá vegna mikilla rigninga og á endanum tóku meiðsli sig upp í fæti Woods. Woods kláraði ekki þegar hann tók þátt í Genesis Invitational mótinu á dögunum. Hann hætti þá vegna veikinda (flensu) en hann var líka að glíma við stirðleika í baki á því móti. Það er langt síðan golfáhugafólk fékk að sjá Tiger í ham og það bíða því margir spenntir að sjá hvernig gangi hjá honum en mótið verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. #MONDAY WORK Tiger Woods is on the course bright and early at Augusta National to kick off Masters week. ( : Andrew Redington / Getty) pic.twitter.com/XvPKJqJebi— TWLEGION (@TWlegion) April 8, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ef ekkert kemur upp á næstu daga þá mun Tiger taka þátt í sínu 26. Mastersmóti á ferlinum þegar mótið hefst á fimmtudaginn kemur. Hinn 48 ára gamli Woods var þarna með kylfusveinunum Lance Bennett um helgina en þeir hafa ekki unnið saman áður á Masters. ESPN segir frá. Tiger Woods has arrived at Augusta National pic.twitter.com/v3c1ARnxht— Tour Golf (@PGATUOR) April 7, 2024 Joe LaCava, sem var kylfusveinn þegar Tiger vann Mastersmótið 2019, er nú fastráðinn kylfusveinn hjá Patrick Cantlay. Það var fimmti sigur Tigers á Augusta en alls hefur hann unnið fimmtán risamót. Tiger setur hins vegar met komist hann í gegnum niðurskurðinn í ár. Það yrði 24. Mastersmótið í röð þar sem hann tryggir sér það að fá að spila á tveimur síðustu dögunum. Metinu deilir hann nú með þeim Gary Player og Fred Couples. Woods jafnaði metið í fyrra þegar hann náði niðurskurðinum en þá varð hann að hætta á þriðja degi. Keppni tafðist þá vegna mikilla rigninga og á endanum tóku meiðsli sig upp í fæti Woods. Woods kláraði ekki þegar hann tók þátt í Genesis Invitational mótinu á dögunum. Hann hætti þá vegna veikinda (flensu) en hann var líka að glíma við stirðleika í baki á því móti. Það er langt síðan golfáhugafólk fékk að sjá Tiger í ham og það bíða því margir spenntir að sjá hvernig gangi hjá honum en mótið verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. #MONDAY WORK Tiger Woods is on the course bright and early at Augusta National to kick off Masters week. ( : Andrew Redington / Getty) pic.twitter.com/XvPKJqJebi— TWLEGION (@TWlegion) April 8, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira