Innlent

Útlilokar ekki að leggja fram van­traust færi Svan­dís sig

Bjarki Sigurðsson skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 

Vantrauststillagan er tilkomin vegna álits Umboðsmanns Alþingis á því þegar Svandís frestaði upphafi hvalveiða í fyrrasumar. Umboðsmaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar.

Í samtali við fréttastofu segir Inga málið vera grafalvarlegt. 

„Alvarleikinn er mikill hvað lítur að hennar embættisverkum og ástæða til að fylgja því eftir því það er okkar hér, kjörinna fulltrúa, að sjá til þess að framkvæmdavaldið fari ekki algjörlega offari og bara yfir sig í sínum störfum,“ segir Inga. 

Klippa: Sumir gangi þungir um gólf Alþingis

Færi Svandís sig í annað ráðuneyti til þess að losna við vantrauststillöguna gæti Inga lagt fram nýja tillögu.

„Það hefur verið spurningin hversu hratt hún tekur til fótanna úr matvælaráðuneytinu núna til þess að reyna hugsanlega að losna undan vantraustinu. Þá er spurning hvort ég reimi á mig hlaupaskóna og elti hana hvert sem er,“ segir Inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×