Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2024 20:00 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd Seðlabankans telur að bankinn eigi að byrja að lækka stýrivexti. Hann tekur fram að ákvörðun hans um að hætta í nefndinni sé alls ótengd því að hann var ósammála síðustu ákvörðunum hennar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira