Kristófer Máni leikur öllu jafnan í hægra horninu og er á 22. aldursári. Hann var mikilvægur hlekkur í U-21 árs landsliði Íslands sem endaði meðal annars 3. sæti á HM sem fram fór í Þýskalandi og Grikklandi.
Kristófer Máni getur þó ekki farið að undirbúa vistaskiptin strax þar sem hann er enn leikmaður Hauka og mætir ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Á sama tíma mætast Valur og Fram.