Yfirlæti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 23:41 Ragnar Þór Ingólfsson tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á fjölda frambjóðenda. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða. Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira